Fullveldið er farið til Brussel

Á meðan ég las fréttina um enn eina skuggahliðina á sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins fylgdist ég með Sky með öðru auganu. Þar voru líka slæmar fréttir, sem fréttamaðurinn tengdi ESB.

Bombardier_Derby_trainsÞar var sagt frá fjöldauppsögn hjá Bombardier Derby, síðasta fyrirtækinu sem framleiðir járnbrautarvagna í Bretlandi. Þeir þurfa að fækka framleiðslulínum úr fimm í eina og segja upp yfir 1.400 manns.

Á sama tíma eyða Bretar svimandi fjárhæðum í nýtt stórverkefni og láta smíða járnbrautarvagna í Þýskalandi.

Fréttamaður gekk eftir járnbrautateinum og útskýrði að þetta væri "vegna reglna ESB". Þótt Bretar þyrftu á vinnunni að halda innanlands mættu þeir ekki "mismuna evrópskum fyrirtækjum" með því að láta fyrirtæki heimafyrir njóta forgangs og fá verkefnið. Þeir vilja það, en fullveldið er farið til Brussel.

Hinir "fullvalda" Bretar hafa ekki leyfi til að velja sjálfir þá leið sem þeir telja besta fyrir breskan efnahag á krepputímum (íslensk fyrirtæki falla líka undir þessar reglur). Bombardier fyrirtækið, sem er kanadískt, gæti þurft að hætta starfsemi í Bretlandi.

Hérer vefútgáfa af fréttinni. Kommentin við hana eru líka áhugaverð.

 


mbl.is Niðurgreiðir óarðbæra ofveiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Það er orðið ljótt þegar Ríkin sjálf geta ekki ákveðið sína eigin uppbyggingu fyrir efnahag sinn.

Ég segi að við höfum ekkert að gera þarna inn og það var logið að Íslendingum af eigin Ríkisstjórn sem vildi koma þessum ESB draumi sínum á fram, ESB draumi sem því miður fáir Íslendingar eiga sameiginlegt með Ríkisstjórn...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 6.7.2011 kl. 08:01

2 identicon

Er Bomardier breskt fyrirtæki?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 08:43

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Þakka ykkur innlitið og athugasemdirnar.

Stefán, bara lesa betur! Bombardier er kanadískt fyrirtæki sem rekur dótturfélag/starfsstöð á Bretlandi, sem heitir Bombardier Derby.

Haraldur Hansson, 6.7.2011 kl. 12:38

4 identicon

Já, ég las þetta allt hjá þér.

Bombardier hefur verið mikið í fréttum hér í Þýskalandi.  Þeir smíða einnig lestar hér.  Þegar sami aðilinn á alveg eins fyrirtæki, þá hlýtur hann að framleiða lestar þar sem það er ódýrast innan hins frjálsa tollsvæðis sem ESB og EES er.

Þá væri einnig áhugavert að fá að vita hvort að lestarnar séu smíðaðar á staðnum eða aðeins settar saman. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 12:44

5 Smámynd: Haraldur Hansson

Siemens í Þýskalandi fékk verkefnið. Flestir hlutir í vagnana eru framleiddir í Englandi en samsetningin verður hjá Siemens.

Það sem menn í Bretlandi sjá eftir er þrennt: 1) ársverkin sem "hverfa úr landi" í þessu verkefni, 2) að allt að 6.000 afleidd störf tapist til viðbótar og 3) að ef Bombardier þarf að hætta starfsemi í Derby tapist við það sérhæfð verkþekking. Ekkert annað fyrirtæki er lengur til í þessari framleiðslu í landinu,

Hér eru það sameiginlegar reglur sem ráða för, sem Bretar undirgengust sjálfir. Þær líta vel út á pappírnum.

Tveir ráðherrar í bresku ríkisstjórninni hafa skriflega lýst yfir áhyggjum sínum vegna málsins við Cameron forsætisráðherra. Svo þetta er ekki smámál í þeirra augum. Þeir telja að mörg lönd ESB "sveigi reglurnar" til að halda verkefnum heima og Bretar tapi á því að fylgja bókstafnum.

Í framhaldinu sá framkvæmdastjórn ESB ástæðu til að vara við því að aðildarríki sveigi reglur um útboð á framkvæmdum!

Haraldur Hansson, 6.7.2011 kl. 17:11

6 identicon

Já, ég var bara að spyrja vegna þess að þegar ég var í neðanjarðarlest hérna í Berlín í lest sem var "smíðuð" í Þýskalandi, þá sá ég að hurðarnar voru smíðaðar í sviss. 

Þetta er áhugavert fyrir okkur alla hvort við styðjum ESB eður ei. 

Hvar hlutirnir eru smíðaðir og svo settir sama.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband