Hinn mikli áróðursmeistari ESB á Íslandi

Áróðursmeistari ESB á Íslandi verður ekki sakaður um að slá slöku við í að prédika fagnaðarerindið. Hann notar hvert tækifæri sem býðst. Stundum gengur hann svo hraustlega á svig við sannleikann að jafnvel hörðustu möppudýrin í í Brussel roðna, sem þó eru fyrir löngu komin með meirapróf í að blekkja fólk.

Dr_Evil_EUÞað er áróðursmeistara ESB á Íslandi að þakka/kenna, að enn er til fólk sem trúir því að ESB sé eins og hver önnur alþjóðastofnun. Að innganga snúist um að "efla tengslin" við Evrópu. Að til sé eitthvað sem heitir "hagstæðir samningar" og að ekki sé hægt að taka afstöðu til aðildar fyrr en "samningur" liggur fyrir.

En það er eitt sem er ekki nógu gott við áróðursmeistarann mikla.

Það er óheppilegt að hann skuli á sama tíma eiga að sinna embætti utanríkisráðherra Íslands, í hjáverkum. Er ekki tímabært að íslenska þjóðin fái alvöru ráðherra í embættið? Einhvern sem hægt er að taka mark á.

 


mbl.is Þurfum ekki sérstaka undanþágu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Þetta misheppnaðist víst. Eyddu þessari athugasemd og þá prófa ég aftur.

Vendetta, 4.7.2011 kl. 00:52

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Ég eyddi athugasemdinni að þinni beiðni, en þetta er í fyrsta sinn sem ég eyði athugasemd.

Myndirnar fóru eitthvað á skakk og skjön, en þú reynir kannski aftur með minni myndum.

Haraldur Hansson, 4.7.2011 kl. 01:52

3 Smámynd: Vendetta

Vidkun Quisling

Vidkun Quisling - Sveik norsku þjóðina 1942

Erik Scavenius

Erik Scavenius - Sveik dönsku þjóðina 1942

Össur Skarphéðinsson

Össur Skarphéðinsson - Sveik íslenzku þjóðina 2012

Myndir þú kaupa notaðan bíl af þessum manni?

Vendetta, 4.7.2011 kl. 11:55

4 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Nigel Farage svaraði spurningu Vandetta svo vel sé og vert að hlýða á http://www.youtube.com/watch?v=YWSYMpuCFaQ  

Brynjar Þór Guðmundsson, 4.7.2011 kl. 18:05

5 Smámynd: Vendetta

Nigel Farage is The Man.

Vendetta, 4.7.2011 kl. 18:33

6 identicon

Vendetta. Þú gleymir alveg Gissuri jarl. Árið 1235,,,, Gamli Sáttmálinn! Gissur (Össur) gaf Ísland undir Noreg ESB.

Sagan endurtekur sig, er að endurtaka sig ef við bregðumst ekki strax við sem ÞJÓÐ og stöðvum þessa óráðsíu!

Það var ekkert Internet árið 1235 á Íslandi. Núna höfum við viskuna og möguleikann.

Össur=Gissur....Lík nöfn   Halló Ísland! Wake up!

anna (IP-tala skráð) 5.7.2011 kl. 00:04

7 identicon

Átti að vera..Noreg (ESB)

anna (IP-tala skráð) 5.7.2011 kl. 00:07

8 Smámynd: Haraldur Hansson

Þakka innlitið og athugasemdirnar.

Þótt finna megi eitt og annað sammerkt með Gamla sáttmála og þeim ósköpum sem nú eru yfirvofandi, held ég að innganga í ESB væri bæði vitlausari og háskalegri.

Nigel Farage er flottur. Hann er einn þeirra örfáu sem veita einstefnupostulunum í Brussel pólitískt aðhald. Við þyrftum einn svona íslenskan, sem talsmann þeirra sem berjast gegn uppgjafarstefnunni.

Haraldur Hansson, 5.7.2011 kl. 01:20

9 Smámynd: Vendetta

"Við þyrftum einn svona íslenskan, sem talsmann þeirra sem berjast gegn uppgjafarstefnunni."

Wishful thinking. Af þeim 63 aumingjum sen nú eru á Alþingi, get ég ekki komið auga á neinn sem gæti synt hugrekki!

Vendetta, 5.7.2011 kl. 01:28

10 Smámynd: Haraldur Hansson

Ég átti reyndar ekki við að slíkur leiðtogi þyrfti endilega að koma úr röðum alþingismanna, fullveldissinnar gætu leitað góðra talsmanna utan þings.

Haraldur Hansson, 5.7.2011 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband