Gáttuð á vanþekkingu þingmanna og hroka

Vefsíðan Conservative Home ræddi við þá 6 þingmenn breska Íhaldsflokksins sem kjörnir voru á Evrópuþingið í fyrsta sinn árið 2009; einn karl og fimm konur. Lagðar eru fyrir þau nokkrar spurningar, sem þau svara hvert í sínu lagi, um reynsluna af Brussel fyrstu tvö árin.

Hér eru nokkur atriði sem fram koma í svörum þingmannanna: 

  • Fyrstu verðlaun fyrir ömurlegustu umræðuna fá átök um hvort kjúklingur teljist kjöt og rökræður um leturstærð á umbúðum utan um tyggjó.
  • Stofnanir sambandsins hafa ekki þróast nóg til að ráða við stækkun þess. Þar er yfirdrifið skrifræði og þær eru óskilvirkar og dýrar.
  • Möppudýra-martröð. Stofnanir ESB bjóða aðeins upp á "einstefnupólitík".
  • Skortur á áhuga og umfjöllun breskra fjölmiðla veldur vonbrigðum. Því héðan berst flóð tilskipana og reglugerða sem varða líf allra sem þar búa.
  • Ein er gáttuð á vanþekkingu sumra þingmanna og segir stuðandi hve hroki þeirra er mikill.
  • Vanvirðing sem stofnanir ESB sýna íbúum Evrópu veldur vonbrigðum.
  • Það þýðir ekki að hugsa um allt sem er niðurdrepandi, þá færi maður ekki framúr rúminu á morgnana!
  • Algjört foringjaræði: Daul og Schulz, leiðtogar tveggja stærustu flokkanna, "stjórna sýningunni" sem er skaðlegt fyrir alla.

Þetta eru aðeins fáeinir punktar. Öll svörin má sjá í tveimur greinum (fyrri og seinni), en tiltrú þingmannanna á ESB er minni nú en áður en þau voru kjörin til þingsetu í Brussel. Kommentin með greinunum eru líka áhugaverð.


Varðandi síðast punktinn þá er hér átt við Joseph Daul, forseta Sósíaldemókrata (EPP) og Martin Schulz formann Bandalags sósíalista og demókrata (S&D). Þessir tveir flokkar eru lang stærstir á Evrópuþinginu með 61% þingsæta og starfa oft sem einn flokkur.

Eina alvöru stjórnarandstaðan er frá minnsta flokknum sem hefur innan við 4% þingsæta. Þess vegna er talað um "einstefnupólitík". Virk stjórnarandstaða er nauðsynleg fyrir lýðræðið, en fyrirfinnst ekki á Evrópuþinginu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kemur fátt á óvart hér. En það er merkilegt að lesa kommentin, því þau eru undantekningarlaust afar neikvæð í gar EU. Flestir vilja út úr apparatinu. Það er tíðarandinn víðar í sambandinu.

Hjó eftir þessu, sem lengi hefur verið haldið á lofti hér við miklar mótbárur og afneitun:

". Several things have depressed me: firstly, the failure to deal with the EU´s accounts after so many years, and secondly, the constant talk of the need for the EU to have more money.  I just don't understand how the Commission and so many MEPs cannot see the gross hypocrisy in demanding more money for the EU, whilst almost all the nation states are imposing austerity."

Jón Steinar Ragnarsson, 2.7.2011 kl. 19:37

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eða þetta: "The EU's focus on the minutiae totally misses the bigger picture. There is a complete lack of common sense out here."

Gott að fá þetta svona beint frá þeim sem starfa þarna. Jákvæðu hliðarnar eru einskorðaðar við einstaklinga, dugnað þeirra og hæfni, en þingið og sambandið fær húrrandi falleinkun á öllum sviðum.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.7.2011 kl. 19:40

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það skín algerleg í gegn þarna að þetta fólk upplifir sig í stöðugri vörn fyrir sitt land og eru í "perpetual damage control".  Öll hafa þau misst trúna á sambandið eftir reynslu sína og lýsa þessu í grunnatriðum sem skrímsli og ógn.

Þetta summerar þetta ágætlega:

"I didn't think it was possible but more so. Be under no illusions, it's Animal Farm. And we're all paying for it."

Ef þetta er andinn á þessu þingi að allir þingmenn eru áhrifalausar brúður í höndum EC og á fullu að verja hendur sínar, þá myndi ég segja að þetta samband sé dautt. "Ever closer political union" er einfaldlega ekki inni í dæminu og það er þverpólitískt álit.  Ef svo er, þá er evrudraumurinn úti.  

Það vildi ég að evróputrúboðið gæfi sér tíma í að lesa þetta.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.7.2011 kl. 19:58

4 identicon

Eitt best varðveitta leyndarmál EU eru fjármál þess. Engin endurskoðandi hefur ennþá fengist til þess að skrifa uppá ársreikninga þess, til margra ára. Svindlið þarna er svo yfirgengilegt.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 2.7.2011 kl. 21:52

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það kemur ekki á óvart að þeir sem eru að búa til mikla glansmynd af ESB minnast lítt á leiðtogana s.s. Rompuy og leiðtoga sósíalista á Evrópuþinginu Martin Schulz, og þaðan af síður á málflutning andstæðinga ESB.

Sigurjón Þórðarson, 3.7.2011 kl. 00:25

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

ESB er ekkert annað en (illa) skipulögð glæpasamtök. Og þetta segi ég í fúlustu alvöru því apparat sem skilar ekki ársreikningum og hefur ekki staðist einu sinni sína eigin innri endurskoðun í meira en áratug getur ekki talist löglegur rekstur.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.7.2011 kl. 00:32

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Guðmundur og Örn...reikningsskil hafa ekki verið gerð í 16 ár og ófáir endurskoðendur hafa verið reknir fyrir að vilja ekki skrifa upp á. Martha Andreasen er þeirra þekktust og skrifaði bók um sukkið, sem vert væri að glugga í.

Mynduð þið leggja allt ykkar í fyrirtæki með slíkt orðspor?  Auðvitað ekki. Það þarf engan að spyrja að því, en samt...

Jón Steinar Ragnarsson, 3.7.2011 kl. 08:27

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Takið eftir að þið getið fundið allar stofnanir og nefndir EU á Wikipedia, nema Budget control committy. Er það ekki stórmerkilegt.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.7.2011 kl. 08:29

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Í þesari Wikigrein má m.a. finna þessa setningu:

"The EU's Court of Auditors can only fully validate 5% of the money spent and have criticized the system every year since 1994. In the discharge procedure in 2003 the Commission promised comprehensive reform."

Já, dömur mínar og herrar, Úrskurðarnefnd endurskoðunnar hjá sambandinu getur aðeins kvittað undir 5% af útgjöldunum.

Þetta er lalaland. Skipulögð glæpastarfsemi.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.7.2011 kl. 08:34

11 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Haraldur og allir aðrir hér. Takk fyrir að draga sannleikann fram í dagsljósið.

Við höfum ekkert að gera í ESB-svikasamkunduna á meðan við sjáum ekki einu sinni hvernig fjármunum ESB-sambandsins er varið. Og samt eigum við að borga aðildargjald að ESB?

Fyrir hvað?

Daginn sem reikningar ESB fyrir síðasta ártug verða samþykktir af endurskoðanda og liggja fyrir, skal ég hugsa mig um, hvað mér finnst um aðild, en ekki fyrr! Það er einfaldlega minn réttur og skylduábyrg að vita hvað ég er að taka þátt í!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.7.2011 kl. 10:09

12 identicon

Þetta er fróðleg umræða en hér kemur ekkert á óvart. Því að ESB apparatið er ormagryfja spillingar, mútuþægni og sóunar.

Vil þó benda ykkur á að hér er fyrir tilstilli ESB og Alþingis búið að opna sérstakan vef sem heitir evropuvefur.is og á að vera upplýsandi um ESB og dýrðir þess og á svo að veita almenningi svör við hinum ýmsu spurningum sem varða ESB og aðildarferlið.

Góðra gjalda vert svo langt sem það nær því að mér sýnist á allri umgjörðinni og starfsmönnunum að þetta sé fyrst og fremst hugsað sem enn einn anginn af áróðursvél ESB trúboðsins.

Ég hef á undanförnum 10 dögum sent þeim inn nokkrar erfiðar fyrirspurnir, sem þeir nú klóra sér í hausnum yfir því að ekki hef ég fengið eitt einasta svar enná.

Meðal annar sendi ég ítarlegar spurningar um hvað áætlað væri að það hefði kostað Ísland mikla fjármuni ef við hefðum verið komnir í ESB og með Evru að leggja hefði þurft í þá björgunarpakka sem útbúnir hafa verið af apparatinu fyrir Grikkland, Portúgal og Írland og öll aðildarlöndin hafa verið skylduð til að gtreiða í.

Það verður fróðlegt að fá svörin.

Ég hvet ESB andstæðinga til að vera duglega að senda þeim inn erfiðar en málefnalegar spurningar sem afhjúpa hversu óhagsstætt þetta apparat yri okkur og almennt getuleysi þess.

Upplagt og upplýsandi væri að spyrja vel útí spillingarmálin.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 3.7.2011 kl. 12:37

13 Smámynd: Haraldur Hansson

Þakka ykkur innlitið og athugasemdirnar.

Það er ótrúlegt hve harkaleg gagnrýni leynist í greinunum tveimur. Listinn hefði geta verið miklu lengri, eins og viðbætur JSR sýna; bæði þetta með "lack of common sense" og líkingin við Animal Farm.

Það er mjög alvarlegt þegar ekki er hægt að skrifa upp á ársreikninga, en ég held að það sé margt annað enn alvarlegra í brusselska kerfinu; aukin samþjöppun valds, meðferð þess og hvernig lýðræðinu er úthýst, svo dæmi séu nefnd.

Haraldur Hansson, 3.7.2011 kl. 12:52

14 Smámynd: Vendetta

"Fyrstu verðlaun fyrir ömurlegustu umræðuna fá átök um hvort kjúklingur teljist kjöt og rökræður um leturstærð á umbúðum utan um tyggjó."

Þessu trúi ég vel. Þegar ég og aðrir ESB-andstæðingar heimsóttum ESB-þingið í Bruxelles fyrir tíu árum fengum við að vita (af þingmönnum dansks og brezks andstæðingaflokka), að flestir þingmenn álitu, að því fleiri mál sem þeir fjölluðu um og því fleiri tillögur sem þeir legðu fram, þess meiri væri skilvirknin. Skipti þá litlu máli hversu lítilvæg þessi mál væru. Þingið situr þrjár vikur í senn, áður en öllu er pakkað saman aftur og flutt til Bruxelles (The EU Circus). Við fengum að vita, að í nýlegri 3ja vikna setu þingsins hefðu um 700 tillögur verið lagðar fram, sem er ekkert smá, þar eð þetta eru tillögur að undangengnum umræðum í þingflokkunum. Þessar tillögur skiptust í þrennt:

a. Tillögur, sem voru svo smávægilegar að það var beinlínis hlægilegt

b. Tillögur, sem aðeins snertu heimahéruð þingmannanna sem lagði tillöguna fram og kom engum öðrum við

c. Tillögur sem gengu út á það að auka völd þingsins og hækka greiðslur til þingmanna.

Allt í allt 700 gjörsamlega óþörf mál. Síðan fengum við að vita, hvernig nær allir þingmenn reyndu einu sinni að lauma breytingu á fjárhagsáætlun í gegnum þingið án opinnar umræðu, sem gekk út á það að þingmenn fengju talsverða launauppbót sem þeir höfðu ekki rétt á, en var mikið hitamál fyrir þá. Fyrrnefndir tveir þingmenn andstæðingaflokka áttu sæti í budget committee og gátu með klækjum komið í veg fyrir þessa uppbót án þess að hinir þingmennirnir urðu þess varir fyrr en það var orðið um seinan. Þessum tveimur hefur síðan aldrei verið fyrirgefið af meginþorra þingmanna, en hlotið hrós í heimalöndunum, Bretlandi og Danmörku.

Spilling í þinginu hefur verið þekkt mjög lengi, sérstaklega hefur fé- og valdagræðgi þingmanna vakið furðu í heimalöndum þeirra. BBC sýndi fyrir 10-15 árum í heimildarmynd m.a. hvernig einn danskur þingmaður, John Iversen, sem var ýmist sósíalisti eða sósíaldemókrati allt eftir hvaða tækifæri bauðst, hefði svikið út fundarþóknun. Það er nefnilega þannig í Strasbourg, að ofan á þokkalega há þingmannalaun og fríðindi, þá fengu þingmenn greitt sérstaklega fyrir að koma á fundi utan þingsalsins, sama um hvað var fundað. Það var nóg að skrifa nafn sitt í fundarbókina, sem stóð við innganginn á fundarsalnum, því að það var enginn sem fylgdist með hverjir voru raunverulega á fundunum. Ef nafn þingmannsins stóð í bókinni, þá fékk hann greitt fundarþóknun. John Iversen var sýndur þar sem hann skrifaði nafnið sitt í bókina, en í staðinn fyrir að fara inn í fundarsalinn, fór hann rakleiðis út á flugvöll til að fljúga til DK. Þegar hann var tekinn viðtali í sjónvarpi skömmu síðar um þetta atvik, þá neitaði hann fyrst að þetta hefði gerzt, síðan að hann hefði þurft að flýta sér í afmæli sonar síns og í lokin kom hann með þá afsökun, að sumir aðrir þingmenn gerðu svona líka. Hann var ekki kosinn á þingið aftur. Ætli ráðamenn þingsins hafi nokkuð gert til að koma í veg fyrir svona svindl eftir að þetta komst upp?

Vendetta, 3.7.2011 kl. 13:26

15 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gunnlaugur: Evrópusambandið kostar hér áróður það er rétt. Í Írlandi hentu þeir milljónum Evra í Já trúboðið, beint og óbeint. Þeir sendu 40 trúboða í allar áttir þar til að agitera fyrir Jái á Lissabonstjórnarskránni.  Þeir dældu peningum í fjölmiðla í styrkjaformi og komu á fót algerlega einhliða umræðu fyrir málstað sambandsins. Stærstu styrkjendur Já hreyfingarinnar eins og Ryanair fengu milljarða evra í styrki rétt fyrir kosningar. Það þarf enginn að velkjast í vafa um þetta.

Hans: Þetta er ekkert issue um dodgy bókhald. Kynntu þér þetta mál og þá sérðu eðli sambandsins svart á hvitu. Þú þarft raunar ekkert annað til að sýna hið rétta andlit þess. Follow the money.  Sóun mannauðs í að ræða bogaradíus á bönunum er ekki höfuðmálið hér, þótt það rugl sé afar myndrænt. Það er þjófnaðurinn sem á sér stað.  Ástæðan fyrir spillingunni og hversu inngreypt hún er.  Ef þú gluggar í þessi mál þá lofa ég þér að hárin munu rísa.  Evrópusambandið hefur ekki í tæpa tvo áratugi getað gert grein fyrir meiru en 5% af sóuninni. Pældu í því hvað í þessari staðreynd felst.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.7.2011 kl. 14:56

16 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vendetta, þetta hefur versnað. Þessi hneykslismál eru brandari miðað við stóru myndina. Evrópuþingið er mikkamúsþing, sem ekki semur frumvörp og fær ekki ráðrúm til að lesa þau sem koma frá æðstaráðinu, sem enginn hefur kosið. Þeir fá meira að segja miða með tilmælum um hvort þeir eigi að kjósa já eða nei. Þeir mega koma með breytingartillögur, en það er æðstaráðið sem ákveður hvort mark á þeim er tekið og þá er miðað við vægi atkvæða. Semsagt engar breytingartillögur fá samþykki, ef þær þóknast ekki aðal. Þetta er racket. Þetta er glæpahringur.  Herraþjóðirnar hafa svo neitunarvald, sem menn vilja oft gleymi í umræðum um atkvæðavægi þjóða.

Lestu mál Martha Andreasen og kafaðu niður í þá ormaholu og sannleikurinn mun ljúkast upp. Það er í raun lykillin að því að skilja skrímslið.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.7.2011 kl. 15:05

17 Smámynd: Vendetta

Já titillinn lofar góðu:

Brussels Laid Bare 

Og hér eru tvær aðrar frá amazon.co.uk um ESB sem gæti verið áhugavert að lesa:

The Great European Rip-off: How the Corrupt, Wasteful EU is Taking Control of Our Lives

Fighting Bull

Og hér er ein um Íslandsvininn Gordon Brown:

Gordon is a Moron: The Definitive and Objective Analysis of Gordon Brown's Decade as Chancellor of the Exchequer

Vendetta, 3.7.2011 kl. 15:46

18 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það eru einhver Viðöl á Youtube og fyrirlestrar Andreasen.  David Craig er afar athygliverður og hef ég einnig pantað bækur hans. Ég sakna þess að geta ekki fengið þetta efni á Kindle, en what the heck. Craig átti í miklum vandræðum með að fá bækur sínar útgefnar vegna ótta útgefenda um að storka hagsmunum sínum.

Manni dettur helst í hug höfundar, sem skrifa um Cosa Nostra á Ítalíu...

Jón Steinar Ragnarsson, 3.7.2011 kl. 17:56

19 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Renndu í gegnum Wikigreinina um Andreasen. Þar eru líka ágætir tenglar á skyld mál.  Það er hreint reyfarakennt að lesa þetta.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.7.2011 kl. 17:57

20 Smámynd: Haraldur Hansson

Bestu þakkir fyrir góðar athugasendir.

Jón Steinar: Ég skrifaði þessa færslu um Mörtu Andreasená Þorláksmessu 2008 og var þá búinn að glugga nokkuð í skrif hennar og fleiri. Það er rétt að upplýsingar um sukkið fá hárin til að rísa.

Þarna er meiriháttar spilling. Billjardklúbbur fær landbúnaðarstyrk og í Ungverjalandi eða Búlgaríu var veitt stórfé í "tungumálasundlaug". Það sem Vendetta bendir á eru líka sorgleg dæmi, en því miður eru til mörg fleiri jafn slæm.

Haraldur Hansson, 3.7.2011 kl. 23:42

21 Smámynd: Vendetta

Þessi spilling sem ég nefndi var bara innan þingsins og smotterí í samanburði við spillinguna og bruðlið almennt sem viðgengst í ESB eins og þið nefnið. Ein forvitnilegustu tilvikin eru tengd styrkjakerfinu innan þáverandi EBE:

1. Bóndi í V-Þýzkalandi fékk landbúnaðarstyrk út á jörð sína, ákveðna upphæð í þúsundum DM á mánuði, sem var reiknað út frá fermetrafjölda. Þessi bóndi ræktaði ekkert og átti engin húsdýr, en vann í bílaverksmiðju. Hann þurfti aðeins að vinna hálfan daginn vegna styrksins.

2. Ólífubóndi á Ítalíu fékk landbúnaðarstyrk til að rækta ólífur. Mörgum árum og milljörðum af lírum síðar komst upp að á jörð ólífubóndans hafði aldrei vaxið eitt einasta ólífutré.

3. EBE greiddi tugi milljarða líra árlega til að styrkja atvinnuuppbyggingu (development grant) í Suðurhluta Ítalíu, aðallega Sikiley. Tíu árum síðar kom í ljós, að ekkert hafði verið gert á Sikiley, ekkert byggt og engin ný störf. Allur peningurinn hafði runnið óskertur í vasa Cosa Nostra (mafíunnar).

4. Bændur innan EBE fengu styrk til að framleiða landbúnaðarvörur. Smám saman myndaðist smjör- og kjötfjöll, kornhaugar og stöðuvötn af víni vegna offramleiðslu. EBE borgaði hinum og þessum milljónir fyrir að geyma offramleiðsluna í kæligeymslum og sílóum. Efnaðir jarðeigendur, þ.m.t. stjórnmálamenn, högnuðust gífurlega á þessu. Eins mikið af þessu var flutt út til austantjaldslandanna og hægt var á undirverði. Þegar það dugði ekki til, byrjaði EBE/ESB að borga bændum fyrir að eyðileggja offramleiðsluna. Þess vegna héldu/halda bændur áfram að offramleiða í hagnaðarskyni. Svo byrjaði EBE/ESB að greiða bændum fyrir að rækta ekki og framleiða ekki. ESB greiðir bændum fyrir hvern fermetra af óræktuðu landi, sem áður var ræktað.

Vendetta, 4.7.2011 kl. 01:33

22 Smámynd: Vendetta

Þessi fjögur dæmi sem ég nefndi er það sem ég man helzt eftir í sambandi við stórfelld svindl og bruðl meðan ég bjó í Bretlandi og Danmörku 1970 - 2000. Ég geri fastlega ráð fyrir að þessi tilfelli séu nefnd í einhverjum af bókunum.

Vendetta, 4.7.2011 kl. 01:39

23 Smámynd: Haraldur Hansson

Það eru tvö kerfi í gangi varðandi styrki til landbúnaðar. Í fyrra gerðust Pólverjar svo djarfir að gera tillögu um réttlátt kerfi, sem væri að auki gagnsætt. Það tók möppudýrin stund að jafna sig á sjokkinu og svo gerðu þau Pólverja afturreka.

Bændur í gömlu aðildarríkjunum geta fengið miklu hærri greiðslur en í þeim ríkjum sem gengu inn í stækkuninni miklu 2004/07, fyrir sömu framleiðslu á sams konar búi. Pólverjar verða að sætta sig við það áfram.

Aðrar afleiðingar eins og "Dauðadalurinn" í Skotlandi, ósýnilegu kýrnar og ræktunina sem var ekki til á grísku eyjunum, eru allt sorgleg dæmi um endalaust en klassískt esb-klúður. Og það mun halda áfram.

Haraldur Hansson, 4.7.2011 kl. 01:57

24 Smámynd: Vendetta

Þessu get ég trúað. Ég vil líka nefna að við inngöngu í ESB var mikil andstaða gegn ESB í Póllandi, þ.e. yfirráðagirninni og mismununinni. T.d. var Bændaflokkurinn með 25% kjósenda bak við sig (að mig minnir) alfarið á móti aðild.

Það sem réð úrslitum og það sem gerði að Pólverjar (og aðrar velstæðar A-Evrópuþjóðir eins og Tékkóslóvakía og Ungverjaland) sóttu um þrátt fyrir andstöðuna var vegna hinna innri markaða í ESB, sem ríkin annars höfðu ekki tollfrjálsan aðgang að án aðildar. Þess vegna hefðu þau eflaust (allavega Pólverjar) verið ánægðir með að vera bara með aðild að EFTA/EES, ef þau hefðu getað það.

Þetta er í öllu falli mín skoðun út frá þeirri miklu umræðu sem átti sér stað í Póllandi áður en kosið var um aðildina. Svo held ég að það hafi líka spilað eitthvað inn í að Pólverjar hafi ekki mjög góða reynslu af að lúta þýzkum yfirráðum. Ekki frekar en sovézkum.

Vendetta, 4.7.2011 kl. 12:24

25 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Bjóðum Pólverjum aðild að íslenska stórríkinu þegar fram í sækir.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.7.2011 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband