6.12.2010 | 23:28
Einn tvöfaldan IceSave takk!
Það er þyngra en tárum taki að horfa uppá hvernig komið er fyrir frændum okkar Írum. Hvernig sem á málið er litið þá á írska þjóðin sér ekki viðreisnar von nema til komi meiriháttar skuldauppgjöf. Því miður er hún ekki í sjónmáli.
Í fréttum RÚV var rætt við íslenska námsmey í Dublin. Sé hægt að byggja á svörum hennar eiga Írar langt í land með að gera sér grein fyrir alvarleika málsins.
Á morgun á að greiða atkvæði um niðurskurðartillögur írsku stjórnarinnar. Hér á Íslandi var boðaður 30 milljarða niðurskurður, m.a. með stórskertri heilbrigðisþjónustu víða um land. Niðurskurðurinn á Írlandi jafngildir því að hér væri skorið niður um 165 milljarða 2011-2014. Já 5,5 sinnum meira en við þurfum að þola í ár. Það er ógerningur að gera sér í hugarlund hvað það þýðir fyrir almenna borgara næstu árin.
En Írar eru í ESB og fengu "neyðarlán" frá vinum sínum í Brussel. Þetta er risalán með 5,8% okurvöxtum. Ekki til að hjálpa írsku þjóðinni, heldur til að halda lífi í ónýtum bönkum og bjarga evrunni. Þetta er neyðarlán í þeirri merkingu að það mun auka enn á neyð Íra á komandi árum.
Séu vaxtagreiðslur reiknaðar yfir á íslenskan mannfjölda jafngildir það 93,5 milljörðum á ári. Til samanburðar átti Icesave samningurinn, þessi glæsilegi, að bera 36,5 milljarða í árlega vexti. Þetta eru peningar sem verða klipptir út úr hagkerfinu með tilheyrandi margfeldisáhrifum. Þetta er tvöfaldur Icesave og hálfum betur. Samt er þetta kallað "aðstoð" á brusselsku.
Vítin eru til þess að varast þau. Það er ekki hægt að skella allri skuldinni á ESB og evruna, því græðgi og pólitík Íra sjálfra er stór orsakavaldur. En sú staðreynd að Írland er pikkfast í handjárnum evrunnar gerir þeim endurreisnina hrikalega erfiða og hún mun taka mjög langan tíma.
Þeir sem aðhyllast inngöngu Ísland í ESB, evrunnar vegna, ættu að fylgjast með gangi mála á Írlandi næstu mánuðina. Kannski að það opni augu þeirra. Ef ekki, þá munu Portúgal, Spánn og hugsanlega Ítalía koma í írska kjölfarið.
Meðan á þessu gengur boðar Jóhanna nýjan IceSave samning og Össur linast ekkert í þeim ásetningi að draga þjóðina til Evrulands!
Athugasemdir
Takk Haraldur fyrir hressandi pistil í morgunsárið.
Jón Baldur Lorange, 7.12.2010 kl. 09:04
Þeir sem gera sér grein fyrir ástandinu á Írlandi eru "shell shocked" !http://www.davidmcwilliams.ie/2010/12/06/farmers-could-have-saved-us
Og nú biðla þeir til forsetans Mary McAleese:
We, the undersigned, call on Mary McAleese, President of Ireland, by virtue of her office, to be mindful of her moral duty of care to the nation, to shield the interests and welfare of the people of Ireland from the hostile commercial powers ranged against them, and, in accordance with her sacred oath given to the people of Ireland as follows:
http://www.petitiononline.com/IRpres10/petition.html
Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 09:46
Já ógnvekjandi staða hvar er nú " The luck of the Irish" sýnist að IRA séu skátasamtök miðað við skaðan sem ESB er að valda Írum.
Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 10:48
Talandi um Icesave !
Athyglisvert er nýlegt álit Seðlabanka Evrópu varðandi "Review of
Directive 94/19/EC on Deposit-Guarantee
Schemes (DGS)".
Þeir tala skýrt: "ríkisábyrgð gengur gegn Art. 101 of the Treaty"
Sjá Q37 og Q39:
Funding arrangements must comply with the monetary
financing prohibition laid down in the Treaty,
and in particular with the prohibition of national
central banks providing overdraft facilities or
any other type of facility within the meaning of
Art. 101 of the Treaty.
http://www.ecb.int/pub/pdf/other/eurosystemsstanceoncommissionsconsultationondepositguaranteeschemes200908en.pdf
Hólmsteinn Jónasson, 7.12.2010 kl. 11:50
Hér má sjá að Eu gerir ekki ráð fyrir ríkisábyrgð á DGS og að þeir "banna" bail out landa !
Directive
94/19/EC of the European Parliament and of the Council of 30th May, 1994 (Official Journal ofthe European Communities L 135, 31st May, 1994) on deposit guarantee schemes harmonizes minimum deposit insurance coverage, but also in its Preamble discourages governments from providing funding to their deposit insurer: “… the cost of financing suchschemes must be borne, in principle, by credit institutions themselves ….” At the same time,there are limitations, imposed by the EC Treaty, on the ECB and/or the Euro area national central banks´ lending to governments or institutions (article 101), which limit the possibility of central bank financing of deposit insurance schemes. There are also limitations on the EU Community’s ability to "bail out" governments and/or public entities (article 103).
Article 101
1. Overdraft facilities or any other type of credit facility with the ECB or with the central banks of the Member States (hereinafter referred to as "national central banks") in favour of Community institutions or bodies, central... governments, regional, local or other public authorities, other bodies governed by public law, or public undertakings of Member States shall be prohibited, as shall the purchase directly from them by the ECB or national central banks of debt instruments.
2. Paragraph 1 shall not apply to publicly owned credit institutions which, in the context of the supply of reserves by central banks, shall be given the same treatment by national central banks and the ECB as private credit institutions.
Article 103
1. The Community shall not be liable for or assume the commitments of central governments, regional, local or other public authorities, other bodies governed by public law, or public undertakings of any Member State, without prejudice to mutual financial guarantees for the joint execution of a specific project. A Member State shall not be liable for or assume the commitments of central governments, regional, local or other public authorities, other bodies governed by public law, or public undertakings of another Member State, without prejudice to mutual financial guarantees for the joint execution of a specific project.
2. If necessary, the Council, acting in accordance with the procedure referred to in Article 252, may specify definitions for the application of the prohibition referred to in Article 101 and in this Article.
Hólmsteinn Jónasson, 7.12.2010 kl. 12:34
Ófarir Íra sýna okkur hvílík þjóðarnauðsyn það er að leyfa illa reknum bönkum að fara hausinn. Hjá þeim hefði það getað gerst án þess að fá gjaldeyriskreppu í kjölfarið eins og gerðist á Íslandi.
Ríkisábyrgð á rekstri banka er einfaldlega galin hugmynd. Núna er okkur skattgreiðendum ætlað að ábyrgjast rekstur banka sem er svo hulinn bankaleynd að við vitum ekki einu sinni hverjir eru eigendur þeirra.
Finnur Hrafn Jónsson, 7.12.2010 kl. 17:46
Þakka ykkur innlitið og athugasemdirnar.
Í færsluna vantaði "2011-2014" þótt það komi fram í RÚV-fréttinni sem vísað er á, en hefur nú verið lagað.
Mér sýnist að þegar á allt er litið, m.a. þær tillögur sem nú liggja fyrir um breytingar á íslenska fjárlagafrumvarpinu, að þá verði niðurskurðurinn á Írlandi hátt í þrefalt meiri á mann en hér.
Lagagreinarnar sem Hólmsteinn bendir á er eitthvað sem menn hafa nú rifist um túlkun á í full tvö ár. Hvernig verður það ef við þurfum að fara að túlka 12 hillumetra af lagatorfi?
Haraldur Hansson, 7.12.2010 kl. 18:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.