Vond úrslit: Silfurþing með 14% umboð

Slök þátttaka í kosningum til stjórnlagaþings kom kannski ekki mjög á óvart en olli vonbrigðum samt. Úrslitin eru þó enn verri.

Landsbyggðin er með 3 fulltrúa en Samfylkingin með 9. Það fer ekki á milli mála að það var smalað hjá krötum og flokksmenn hvattir til að koma Þorvaldi Gylfasyni í efsta sætið. Með góðri kosningu yrði fulltrúi flokksins líklegur forseti stjórnlagaþingsins. Yfirburðir hans eru engin tilviljun.

Þegar myndir af kjörnum fulltrúum birtust þekkti maður alla úr fjölmiðlum nema kannski þrjá eða fjóra. Venjulegt fólk komst ekki að, sem kannski var viðbúið. Flesta hinna kjörnu hefur maður séð í Silfri Egils eða öðrum fjölmiðlum.

En þetta sitjum við uppi með. Hinir 25 kjörnu fulltrúar fengu samtals 32.033 atkvæði "í fyrsta sætið" eða rúm 38% greiddra atkvæða. Það gerir tæp 14% af mönnum á kjörskrá. Veikt umboð er samt ekki aðal áhyggjuefnið, heldur skipulagt áhlaup Samfylkingarinnar.

Ég gerði mér vonir um alvöru stjórnlagaþing, þar sem flokkspólitíkin fengi frí. Í staðinn fáum við Silfurþing með 14% umboð, þar sem Samfylkingin hefur tögl og hagldir og Baugspenninn Þorvaldur verður fundarstjóri. Verra gat það varla orðið.  

 


mbl.is 25 kjörin á stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Tek hjartanlega undir með þér og til að spara mér pikkið, þá peista ég hér athugasemdum mínum af bloggi Ívars Pálssonar.

Tilgangur þessa leikrits er einn, frá hendi ríkistjórnar Jóhönnu og kemur skýrt fram í skýrslu Evrópusambandsins fyrr í ár:

"Legislation to elect an advisory constitutional assembly was adopted in June. The task of the assembly is to prepare a proposal to parliament for a new constitution. Among the issues to be addressed is delegation of powers by the State to international organisations."

Semsagt: Framsal fullveldis!  Er enginn að kveikja á perunni? Sennilega ekki, því um þetta hafa EU-RUV og baugsbleðlarnirverið algerlega hljóðir.

Taktu eftir að þetta framsalsatriði er efst í huga skýrsluhöfunda og ekki eru þeir að grípa það úr lausu lofti.  Þeir hafa fengið fyrirheit frá Össuri og Jóhönnu um að þessu verði kippt í liðinn, sem hluta að aðlöguninni.  Þorvaldur Gylfason og Eiríkur Bergmann eiga svo að sjá um skítverkið með legátum sínum.

Það var ekki minnst einu orði á þetta mikilvæga prospect í kosningabaráttunni né af fulltrúum í framboði af því að flestir vissu ekki af þessu fyrir það fyrsta og hinir sem vissu, þögðu.

Þetta er lykilástæðan fyrir því að blásið var til stjórnlagaþings, því stjórnarskráin í núverandi mynd er þrándur í götu innlimunnar. Það er hin ófrávíkjanlega staðreynd.

-Því má bæta við að á bloggi sínu vogar Egill Helgason sér að segja orðrétt: "Stjórnlagaþing hefur ekkert með ESB að gera."

Annað hvort er maðurinn algjer fáráður eða þá að hann er vísvitandi að ljúga til að ýta allri umræðu um þessa staðreynd út af borðinu.  Ég var aldrei viss um hlutleysi hans en nú er ég fyllilega sannfærður um hlutdrægni hans.  Honum ber einnig að þakka kjör hrokagikksins Þorvalds Gylfasonar. Þar erEgill sannarlega ígildi Dr. Frankenstein.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.12.2010 kl. 01:49

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Er enginn að kveikja á perunni?

Ég skrifaði pistil um þetta á Smuguna fyrir tveim vikum síðan.

Baldur Þórhallsson auglýsti á feisbókinni eftir frambjóðendum sem væru til í að samþykkja ákvæði í stjórnarskrá um að ríkisstjórninni væri heimilt að afsala valdi til erlendra valdastofnanna.

Egill veit vel um hvað málið snýst. Mér sýnist á öllu að samfylkingin og fjölmiðlarnir séu að beyta gamalkunnri forheimskunaraðferð og að lýðnum verði troðið inn í ESB með góðu eða illu. Eiríkur Bergmann fær góða stöðu í Brussel fyrir vel unnin verk.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.12.2010 kl. 02:21

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Veit um þín skrif Jakobína enda varst þú ofarlega á mínum lista. Ég er að tala um almenning, sem er vísvitandi haldið í myrkrinu með þetta af hlutdrægum fjölmiðlum og auvitað þeim frambjóðendum sem hafa þessi ljósfælnu markmið.  Ég vona bara að þeir sem hafa verið kosnir á þetta þing og eru f heilum hug þar fyrir þjóð sína verði upplýstir um þetta svo að þeir skilji þegar skellur í tönnum.

Þorvaldur og Eiríkur vita að ef þeim tekst ekki að koma þessu í gegn, þá verður aðlögunin flokkuð sem landráð samkvæmt lögum. Það sem er þeirra agenda er að lögleiða landráðin. 

Jón Steinar Ragnarsson, 1.12.2010 kl. 03:46

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Jón, þessi samsæriskenning þín stenst ekki. Lestu lögin um stjórnlagaþingið því þar segir orðrétt:
"3. gr. Viðfangsefni.
Stjórnlagaþing skal sérstaklega taka til umfjöllunar eftirfarandi þætti:
   1. Undirstöður íslenskrar stjórnskipunar og helstu grunnhugtök hennar.
   2. Skipan löggjafarvalds og framkvæmdarvalds og valdmörk þeirra.
   3. Hlutverk og stöðu forseta lýðveldisins.
   4. Sjálfstæði dómstóla og eftirlit þeirra með öðrum handhöfum ríkisvalds.
   5. Ákvæði um kosningar og kjördæmaskipan.
   6. Lýðræðislega þátttöku almennings, m.a. um tímasetningu og fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu, þar á meðal um frumvarp til stjórnarskipunarlaga.
   7. Framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana og meðferð utanríkismála.
   8. Umhverfismál, þar á meðal um eignarhald og nýtingu náttúruauðlinda.
Stjórnlagaþing getur ákveðið að taka til umfjöllunar fleiri þætti en getið er í 1. mgr."

Við munum væntanlega að samningurinn um EES fór aldrei í þjóðaratkvæðagreiðslu eins og hann átti að gera samkvæmt stjórnarskránni. Því er það eðlilegt að um þetta sé talað í stjórnarskránni. Ég hef enga ástæðu til að gruna pólitíkusana um græsku í þessu efni. Og alls ekki Þorvald Gylfason. Þú hefur lesið AMX vefinn þér til heilsutjóns.  

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 1.12.2010 kl. 07:14

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jóhannes Laxdal, mér er fullkunnugt um þetta í lögum um stjórnlagaþing. Það sem ég er að benda á er hin algera þögn yfir þessu lykilatriði auk þess að benda á að þetta er sýnilega grunnástæðan fyrir því að í þessa skógarferð var lagt.  Flest annað er innantómt og yfirborðslegt hjal í samanburði við þetta atriði. Ef þetta nær fram að ganga, þá þurfum við enga stjórnarskrá innan tíðar. Lissabonsáttmálinn tekur það yfir og þar með er lýðræði hér úr sögunni.

Hvað kallar þú samsæriskenningu í þessu?  Ég er að benda á að ekki einn frambjóðandi hafði orð á þessu markmiði þótt kjarni þeirra sem kjörnir voru hafi alltaf haft þetta sem meginmarkmið.  Um þessa 7. grein snýst allt málið. Ef það er eitthvað samsæri í þessu, þá er það samsæri þagnarinnar, auk þess sem að þetta er augljóslega vilyrði stjórnarinnar til evrópusambandsins og eini fókuspunktur þeirra í skýrslunni um Ísland.

Færðu eitthvað kikk út úr því að tala niður til mín Jóhannes?  Hver andskotinn er það sem er að plaga þig?

Jón Steinar Ragnarsson, 1.12.2010 kl. 07:37

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú áttar þig á að það verður tekið á þessu? Það er bundið í lögum og við vitum hvernig það endar með þetta lið inni. 

Svo er vert að hugleiða í þessu sambandi líka af hverju það er ríkisstjórnin sjálf sem leggur línurnar um hvað skal fjalla.  Aldrei kom þetta atriði við sögu á þjóðfundarleikritinu.   Sérðu einhvern lýðræðishalla á þessu?  Telur þú ð þessi grein sé þarna inni af því að það vanti frekari tryggingu fyrir fullveldinu?  

Ég hef svo aldrei lesið þennan AMX vef, þér til fróðleiks og er algerlega óflokksbundinn. 

Það væri heldur að þú hafir hlustað á meglómaninn, hrokagikkin og landsölumanninn Þorvald Gylfason, þér til heilsutjóns.  Hann er baugsindill fram í fingurgóma og sat þeirra veislur. Hann hefur barist með oddi og egg gegn sanngirni og lýðræði hér undanfarin ár og þú ættir að rifja upp skrif hans í kringum Icesave til að fá það undirstrikað. Þar sérðu hversu umhugð honum er um þessa þjóð.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.12.2010 kl. 07:51

7 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Eigum við ekki bara vera  sammála um að gefa stjórnlagaþinginu séns? Það er allt eins líklegt að valdaframsali verði settar skorður. Mér mundi hugnast það. Og ég vil að niðurstaða stjórnlagaþings fari í þjóðaratkvæði þar sem þjóðin kysi um allar liði breytingatillaganna en ekki bara já eða nei um niðurstöðuna.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 1.12.2010 kl. 07:59

8 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

Samsetning þessa þings er ekki góð, Ég persónuleg myndi sofa betur ef Jakobína og fleiri hennar líkar hefðu komist inn. 

Færni Samfylkingar-spunameistara í áróðurstækni er hættulega góð. Það er verulegt áhyggjuefni hvernig þeim tekst stjórna umræðunni í fjölmiðlum.

Jóhannes: Gott og vel gefum þessu þingi séns, þarna komst líka fólk að sem á eftir að verjast samfylkingar-stefnumálunum.

En í guðana bænum opnaðu augun.

Þorvaldur Gylfason er það sem kallast úlfur í sauðagæru og hefur vægast sagt vafasaman boðskap í farteskinu. Hann er málsvari þess að fara að reglum hugmyndakerfis sem er grunnurinn að því ástandi sem við búum við. Taktu eftir að nánast öll gagnrýni hans byggir á því að einstaklingar og stofnanir hafi klikkað á einhvern hátt. Spilling er lykilorðið hjá honum. Það er aftur á mót í besta falli hálfsannleikur. Hann sleppir því algjörlega að nefna að spillingin og loftbóluhagkerfi er vel þekkt hliðarverkun í alþjóðavæddu fjármálakerfi, sem hann talar fyrir. Það er nefnilega hugmyndafræðin sem virkar ekki. Það hentar ekki Þorvaldi og samfylkingunni að horfast í augu við það að nákvæmlega sams konar spilling er í gangi um allt Evrópusambandið og alls staðar þar fjármálakerfinu hefur verið gefin laus taumur. 

Hvernig þessu liði tekst óáreitt að halda á lofti evruáróðri sínum samtímis og þessi sama evra er notuð til að blóðmjólka suður Evrópu og Írland er óskiljanlegt.

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 1.12.2010 kl. 11:22

9 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Mælist ekki sjálfstæðisflokkurinn með mesta fylgi allra flokka á Íslandi í dag? Það hefði því átt að vera leikur einn fyrir sjálfstæðismenn að fá "sinn" mann nr. 1.

Þessi kosning er visst áfall fyrir Bjarna Ben, hann er ekki alveg að ná utanum Flokkinn.

Hitt er svo athyglisvert að ESB sinnar komast á topp í þessari kosningu þegar 70% þjóðarinnar er andvíg ESB?

Þetta er auðvita draumaniðurstaða fyrir Davíð og hans menn. Þessi niðurstaða styrki stöðu þeirra innan Flokksins, enda eru þeir að hugsa til næstu Alþingiskosninga. Þessi kosning var bara "side-show" eins og Kaninn myndi segja.

Andri Geir Arinbjarnarson, 1.12.2010 kl. 11:41

10 identicon

Þið bloggarar getið aldrei orðið sáttir við neitt, jafnvel ekki kosningar til stjórnlagaþings! Ótrúlegt!

Skúli (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 12:21

11 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þeir sem völdust á stjórnlagaþing eru að mestu fulltrúar "Silfurs Egils" og þar hafa komið fáir af landsbyggðinni.  Til hamingju Egill Helgason. Sjálfsagt verður það þeirra hlutverk að "koma" ákvæði inn í stjórnarskrána, sem gerir það auðveldara fyrir Heilaga Jóhönnu & co að innlima landið í ESB.

Jóhann Elíasson, 1.12.2010 kl. 12:35

12 Smámynd: Skeggi Skaftason

Endemis væl.

Hvaða flokkur er með lang-öflugustu flokksmaskínuna og fjölmennasta félagatalið? Hverjir auglýstu með heilsíðuauglýsingum hvaða frambjóðendur væru "þóknanlegir"?

Heldurðu að það hefði virkilega ekki spurst út ef Samfylkingin hefði verið með massíva smölun? Eða eru þeir með ÓSÝNILEGA flokksmaskínu?

Þessi færsla er dæmigerð Moggabloggvænisýki

Skeggi Skaftason, 1.12.2010 kl. 12:51

13 identicon

Alveg sammála Skeggja.  Meira vælið alltaf

Skúli (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 17:03

14 Smámynd: Haraldur Hansson

Takk öll fyrir innlitið og athugasemdirnar.

Andri Geir undirstrikar prýðilega vælið í mér. Þótt andsaðan við ESB sé afgerandi eru það uppgjafarsinnar sem leggja stjórnlagaþingið undir sig. Hvers vegna? Þeir lögðu mikið púður í að koma sínu fólki að en ekki hinir. Alla vega ekki skipulega.

Aðal skilaboð Sjálfstæðisflokksins (a.m.k. það sem ég varð var við) voru að gera lítið úr stjórnlagaþingi og mæla gegn þátttöku. Það er engu betra en skipulagt áhlaup og ekki til sóma.

Það eina sem ég sé gott við úrslitin er að Jónas Kristjánsson komst ekki að.

Haraldur Hansson, 1.12.2010 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband