Jón Ásgeir að kaupa Sjóvá?

Eftir að hafa séð makalaust drottningarviðtal á Stöð 2 í kvöld læðist að manni sá grunur að Jón Ásgeir, eigandi stöðvarinnar, sé í hópi þeirra fjárfesta sem Heiðar Már fer fyrir. Tæplega undir eigin kennitölu þó, eins og stemmingin er í samfélaginu.

Heiðar Már Guðjónsson, fyrrum framkvæmdastjóri hjá Björgólfi Thor, var mættur í viðtal. Hann fer fyrir hópi fjárfesta í kaupum á tryggingafélaginu Sjóvá. Síðustu daga hefur hann verið nokkuð í fréttum, sagður áhættusækinn fjárfestir og sakaður um að braska með krónuna.

Viðtalið var betra en besta PR-átak fyrir Heiðar Má og samfelld auglýsing um ágæti hans. Það var eins og spurningarnar hefðu verið sérsniðnar til að hvítþvo viðmælandann. Ekkert kom honum á óvart, hann átti góð svör við öllu og engri spurningu var fylgt eftir af spyrjanda. Bara spurt um næsta atriði eins og eftir handriti.


Það væri fróðlegt að fá upplýsingar um viðskiptatengsl Heiðars Más Guðjónssonar og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Má vera að maður sé orðinn svo tortrygginn eftir allt sukkið sem afhjúpað hefur verið síðustu misseri að maður vantreysti öllu. En ég tel samt að það hafi verið eitthvað bogið við þetta viðtal. Það var of þægilegt til að vera ekta.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þú varst ekki einn um að finnast þetta eftir handriti Haraldur. Og svo var það þessi makalausa frétt um tilvonandi álver á Bakka! verið að fabúlera fram og aftur um öll störfin á byggingartímanum þótt katrín hafi í fréttum RUV í gær borið til baka að nokkurt vilyrði um álver hafi verið gefið og Steingrímur beinlínis slegið það útaf borðinu. Maður veltir fyrir sér hvers konar fréttamennska sé í gangi á þessari voluðu stöð

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 25.10.2010 kl. 00:09

2 identicon

Skrýtið viðtal...mjög skrýtið.

eiríkur jónsson (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 00:16

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Jóhannes, ég sá ekki þetta með álverið, viðtalið var nóg.

Það má orða þetta svona:
Björgólfur Thor var aðaleigandi Landsbankans og Icesave. Jón Ásgeir er skuldugasti maður Íslandssögunnar. Þegar framkvæmdastjóri annars mætir á sjónvarpsstöð hins í þetta líka þægilega drottningarviðtal, áskil ég mér allan rétt til að vera tortrygginn.

Haraldur Hansson, 25.10.2010 kl. 00:22

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er full ástæða til tortryggni, ekki er að sjá að nein breyting hafi orðið hjá okkur.

Fjármálastofnunum er enn stjórnað af þeim mönnum sem stæðstan þátt áttu í hruninu, eða þeirra vinum.

Stjórnvöld styðja þessa glæpastarfsemi. Það eina sem hefur breyst er að nú fara stjórnvöld ekki dult með það!!

Gunnar Heiðarsson, 25.10.2010 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband