"Enginn er krati nema hann kunni að betla"

Getur þú bætt hag heimilisins með því að betla styrk frá sjálfum þér? Sá galdur er einmitt hluti af þeirri "lausn" sem íslenskir kratar predika ákaft. Þeir slá ekki hendinn á móti evrum frá Brussel til að fjármagna trúboðið.

Anna Margrét Guðjónsdóttir heitir varaþingmaður krata. Síðustu vikuna áður en hún vék af þingi fyrir hinum seinheppna Björgvini G, var hún á útopnu við að dásama brusselska styrki. 

Í Speglinum á RÚV mælti Anna Margrét með ylrækt á Reykjanesi, að sjálfsögðu með tómatastyrkjum frá Brussel. Nema hvað? Enginn er krati nema hann kunni að betla, eins og segir í alkunnu máltæki.

Á opnum fundi á Kaffi Sólon útskýrði hún hvað það er miklu betra að fá evrópska styrki afgreidda af 344 manna héraðanefnd ESB, heldur en íslensk framlög gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

En svo kom mótsögnin!

Á Útvarpi Sögu, í þættinum "ESB, nei eða já", upplýsti hún að framlög Íslands til Evrópusambandsins yrðu alltaf hærri en það sem við fengjum þaðan (nema kannski fyrsta kortérið). Enda er það reynsla hinna Norðurlandanna. Við borgum sem sagt "styrkina" sjálf.  

Ef kostnaður okkar yrði sá sami og hinna Norðurlandanna er árgjaldið/tapið um 7.400 milljónir nettó, fyrir að fá að vera með í klúbbnum. Samt eru "styrkirnir" æðislegir, af því að við sendum peningana til útlanda fyrst.

Styrkirnir sem koma frá Brussel - en við borgum sjálf.

Áskorun á þingflokk VG

Það er aumt að afla málstaðnum fylgis með því að veifa "styrkjum" framan í kjósendur á krepputímum. Það er hins vegar reisn yfir félögum og stuðningsmönnum VG sem skora á þingflokkinn að fylgja stefnunni og láta af kosningasvikum. Stöðva aðlögunina sem kostuð er með milljarða fjáraustri frá Brussel.

Sérstaklega tek ég undir þessa setningu: "Slíkar greiðslur frá Evrópusambandinu gera að engu þær vonir að hér fari fram lýðræðisleg og hlutlæg umræða um kosti og galla aðildar." Þetta er einmitt málið. Evrurnar frá Brussel munu gera leikinn ójafnan, eins og raunin varð í Svíþjóð, skekkja umfjöllunina og skaða lýðræðislega afgreiðslu.

 


mbl.is Skorað á þingflokk VG að fylgja ESB-stefnu flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Enginn er krati nema að hann kunni að "ljúga" segi ég!!

Guðmundur Júlíusson, 23.10.2010 kl. 02:20

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Heyr heyr! Ekkert ESB.

Sigurður Haraldsson, 23.10.2010 kl. 03:19

3 identicon

Heyr, heyr "ÁFRAM ÍSLAND - EKKERT ESB !

Mjög góð grein hjá þér. Þessi áróður ESB sinna um alla styrkina eru rök sem standast enga alvöru umræðu.

Í fyrsta lagi eins og þú bendir á þá myndum við íslendingar eins og hinar Norðurlanda þjóðirnar þurfa að greiða meira inní styrkjaapparatið heldur en við síðan fengjum allra náðasamlegast sem ölmusu þaðan. Þetta er alveg ljóst.

Síðan í öðru lagi þá er þetta kerfi ákaflega seinvirkt og mjög kostnaðarsamt og í kringum þetta kerfi eins og öll svona úthlutunar og styrkjakerfi þá þrífst spillingin sem aldrei fyrr og tekur sinn stóra skerf af öllu saman. Þau eru ófá spillingar málin sem komið hafa upp í kringum þetta styrkjakerfi þeirra.

Þetta Commízara styrkjakerfi ESB hefur ekkert gott í för með sér, því til lengri tíma litið þá skerðir það samkeppnishæfni atvinnulífsins og dregur þ.a.l. úr hagvexti.

Hvaða vit væri t.d. í því að byggja eitthvert 100.000 m2 ylver á Reykjanesi fyrir svona styrkveitingu og framleiða þar tómata og gúrkur og selja hér og erlendis.

Í fyrsta lagi myndi þetta vegna styrksins skekkja samkeppnisstöðuna við núverandi garðyrkjubændur sem framleiða þessa ágætu vöru hér innanlands í dag svo mjög mikið að þeir færu allir í þrot því hver gæti keppt við svona fyrirtæki þar sem öll fjárfestingin væri styrkur.

Við ESB andstæðingar þurfum að taka ærlega á þessu ESB liði þegar það byrjar með þennan ESB betlistaf að tala um alla fínu styrkina.

Því þessum kjaftavaðli þeirra er hægt að henda í hausinn á þeim aftur þannig að þeir standa ekki upp meira með þetta kjaftæði sitt. 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 23.10.2010 kl. 07:55

4 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Góður pistill sem á skilið að fara á heimasíðu Heimssýnar, þar sem hann nú er.

Jón Baldur Lorange, 23.10.2010 kl. 10:26

5 Smámynd: Haraldur Hansson

Þakka innlitið og athugasemdirnar.

Það má kannski bæta tveimur punktum við.

Menn hafa reynt að réttlæta háan þátttökukostnað með því að aðildarríki hafi efnahagslegan ávinning af samvinnunni sem af aðild hlýst. Þetta hefur einu sinni rannsakað af Framkvæmdastjórn ESB og var niðurstaðan sú að kostnaður við að reka batteríið er þrisvar sinnum meiri en ávinningurinn.

Hinn punkturinn eru umræður á Evrópuþinginu í vikunni. Þar kom fram að gert er ráð fyrir auknum framlögum frá aðildarríkjum. Þannig muni nettó-framlög Breta fjórfaldast á 6 árum, á tímabilinu 2008-2014. Gangi það yfir línunna yrði aðildin okkur talsvert dýrari en nefnt er í færslunni.

Haraldur Hansson, 24.10.2010 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband