Dreifbýlispakkið

Á nokkrum stöðum á landsbyggðinni óttast menn að niðurskurður í heilbrigðismálum valdi byggðarlögunum óbætanlegum skaða. Enda á landsbyggðin að taka á sig 85% af niðurskurðinum, með tilheyrandi fólksflótta og blóðtöku.

DataMarket hefur sett fjárlagafrumvarpið fram á vefsíðu sinni og er forvitnilegt að rýna í heilbrigðisráðuneytið.

Niðurskurður kemur harðast niður á þeim sem minnsta möguleika eiga á að sækja heilbrigðisþjónustu til Reykjavíkur. Niðurskurður á heilbrigðisstofnunum Austurlands, Vestfjarða og Vestmannaeyja og á sjúkrahúsunum á Blönduósi og Húsavík er samtals 1.205 milljónir.

Á meðan fær Össur að föndra með þúsund milljónir við bjölluat í Brussel. Við það bætist óbeinn kostnaður í stjórnkerfinu. Bara með því að hætta þessari ótímabæru ESB-vitleysu væri hægt að halda uppi góðri heilbrigðisþjónustu um allt land.

Forgangsröðun velferðarstjórnarinnar er furðuleg. Það er engu líkara en að hún líti á íbúa hinna dreifðu byggða sem dreifbýlispakk sem er allt í lagi að berja á og fórna fyrir Brusseldrauminn. Sigmundur Ernir reynir að klína ófögnuðinum á embættismenn, sem er aum afsökun og kratísk. 

Bankahrunið var mikið og sárt. Kreppan er ömurleg. Íslenska þjóðin á það ekki skilið að sitja uppi með Samfylkinguna. Hvað þarf að gera til að koma henni burt?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sendana út á land?

Hólímólí (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 01:05

2 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

1.000.000.Krónur. Getur venjulegt fólk haft þetta í kaup, á einum degi ?

Jú á góðum degi, á litlum handfæra bát,(ca.3.tonn)

fáið þið Jóhönnu til að standa við orð sín, frjálsar handfæra veiðar.

Út á þetta loforð kaus ég Samfylkinguna.

Aðalsteinn Agnarsson, 12.10.2010 kl. 01:08

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Þakka innlitið og athugasemdirnar.

Þótt frjálsar handfæraveiðar geti verið góð búbót leiðrétta þær ekki fjárlagafrumvarpið.

Besta dæmið um virðingarleysi fyrir landsbyggðinni er niðurskurðurinn í Vestmannaeyjum, þar sem leggja þarf niður fæðingarhjálp. Allir vita hversu ótraustar samgöngur eru þangað.

Af tæpum hundrað-þúsund-milljónum renna 512 milljónir til Eyja. Þeir eiga að taka á sig 159,8 milljóna skerðingu. Það er upp í nös á ketti ef litið er á heildarmyndina, en algjört rothögg fyrir þjónustuna í Eyjum. Á móti kemur svo aukinn kostnaður við að sækja þjónustu upp á fastalandið.

Stofnun sem fær 0,52% af peningunum í sinn hlut á að taka á sig 3,4% af niðurskurðinum! Það er einhver boginn Excel hugsunarháttur á bak við það.

Haraldur Hansson, 12.10.2010 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband