2.10.2010 | 16:47
Hvur er það sem glottir svona?
Mynd segir meira en þúsund orð. Það sannast á einni bestu hrunfréttamynd ársins sem birtist á forsíðu Morgunblaðsins í dag.
Á myndinni má sjá menn hraða sér frá Dómkirkjunni yfir í þinghúsið, til að fara þar inn bakdyramegin, sem er í sjálfu sér táknrænt. Fremstur gengur biskup og á eftir honum sr. Halldóra með eggjarauðuna vætlandi úr eyranu.
Forsetafrúin er áhyggjufull og Jóhanna grúfir höfuðið í hendur sér. Í baksýn er æstur almúginn, lögreglan er á staðnum og þrúgað andrúmsloftið leynir sér ekki. Hægra megin á myndinni má sjá þrjá ráðherra og áhyggjusvipurinn í andliti þeirra leynir sér ekki.
En það er einn sem sker sig úr.
Utanríkisráðherrann, Össur Skarphéðinsson, er á miðri mynd. Hann röltir áhyggjulaus, kæruleysislegur með hendur í vasa og glottir! Það er eins og hann tilheyri allt öðrum veruleika en allir hinir á myndinni.
Staksteinar dagsins (sem tengjast myndinni ekki) voru óþarfir. Undir fyrirsögninni "Á skjön við veruleikann" er fjallað um Össur og hvernig hann lætur ekki staðreyndir trufla sig, sem í sjálfu sér eru engar nýjar fréttir.
Lokaorð Staksteina eru: "Hann telur orðið farsælla að lygna aftur augum og búa sér til sinn eigin sýndarveruleika." Staksteinaskrifari hefði getað sparað sér pistilinn og vísað á myndina á forsíðu. Hún segir einmitt þessa sögu, betur en hægt er að lýsa með orðum.
Blæddi úr eyra prestsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:50 | Facebook
Athugasemdir
sæll Haraldur.
Ég vildi óska að þessi veruleikafyrring væri einskorðuð við Össur, en ég fæ ekki betur séð en þetta eigi við um nánast alla þingmenn (með örfáum undantekningum). Umræðan um landsdóm, skuldastöðu fólks og fleyra sýnir að það er ekki vottur af jarðtengingu hjá stórum hluta þessa fólks. Össur hefur aftur á móti náð að "mastera" þá list að láta ekki veruleika okkar hinna trufla sig.
Nýleg ummæli Róbert Marhall um yfirvofandi nauðungarsölur á húsnæði þúsunda fjölsyldna, benda til þess að hann sé nýkomin frá Venus
Svona fullkomið skeytingarleysi fyrir afdrifum þúsunda sem á að fara að henda út á götu á eftir að hafa skelfilegar afleiðingar.
Benedikt Gunnar Ófeigsson, 3.10.2010 kl. 01:09
Össur nývaknaður hress og endurnærður og fjármálaráðherra skýst í skjóli prósessíunnar, fjærst lýðnum.
Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 09:14
Þakka innlitið og athugasemdirnar.
Það er móðgun við fólk með kosningarétt að Össur skuli enn sitja á ráðherrastóli.
Haraldur Hansson, 3.10.2010 kl. 16:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.