1.10.2010 | 08:45
Jæja, tökum nú 'Secret' á þetta
Einkennishróp búsáhaldabyltingarinnar var: "Vanhæf ríkisstjórn! Vanhæf ríkisstjórn!"
Eftir á að hyggja var það jafn vitlaust og að biðja Giljagaur um kartöflu í skóinn. Enginn fattaði það þá, en eins og mér var réttilega bent á þá virkar The Secret. Það sem við fengum var einmitt: Vanhæf ríkisstjórn!
Getur einhver séð betri skýringar á öllum u-beygjum Steingríms Joð? Hann er ofurseldur Secret töframættinum og gerir einmitt það sem fjöldinn krafðist. Tryggir okkur vanhæfa ríkisstjórn.
Núna, þegar svefnpokabyltingin er að ýta úr vör legg ég til að hún vandi val á slagorðum.
Hæfa ríkisstjórn! Betra alþingi! Réttlátt samfélag!
Laugardag eftir laugardag stóð ég á Austurvelli, mánuðina eftir hrun. Rödd fólksins hrópaði: Ríkisstjórnina burrrt. Ég mætti til að vera með og sýna stuðning. Hlustaði á ræðurnar og fór svo sáttari heim, ískaldur á tánum. Núna sé ég eftir tímanum sem ég eyddi í þessa tilgangslausu baráttu.
Svefnpokabyltingin verður að passa að það endurtaki sig ekki. Og fyrir alla muni sleppum öllu ofbeldi og skrílslátum, það er nóg af því á þingi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:09 | Facebook
Athugasemdir
Iceland lacks a vision of its future right now, without which there is no power to positively transform. Though you may have many good reasons to question the EU and EU membership for Iceland, one thing the talks about joining does is give Icelanders a chance to focus on our future, on what roll Iceland wants to play in the international community. That can only be a good thing, especially right now. A vision about the future of Iceland that is not a return to the past.
Elisabeth (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 09:05
Vel mælt Haraldur, og einmitt kjarni málsins.
Biðjum um réttlátar Ísland.
Þar sem allir eru með, ekki bara þeir sem eiga skuldir annarra.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.10.2010 kl. 10:15
Bendi á að vanhæf og óhæf ríkisstjórn er ekki sami hluturinn. Að fá ríkisstjórn sem er ekki vanhæf er ekki það sama og að fá ríkisstjórn sem er hæf. Meðan vandinn í ríkisstjórn Geirs var fyrst og fremst hæfi er vandinn núna ekki síst hæfni. Meðan að ríkisstjórn Geirs hafði aðra hagmuni en almenningur og stóð vel að því að halda utan um eigin hagsmuni hefur núverandi meira sömu hagsmuni og almenningur en hefur ekki hæfni til að standast auðmönnunum snúninginn.
Við þurfum að komast út úr því að þurfa að velja milli aumingja og durta.
Héðinn Björnsson, 1.10.2010 kl. 11:08
Þakka innlitið og athugasemdirnar.
Tek undir með Ómari og það er mikið til í þessu með hæfi og hæfni hjá Héðni.
Elisabeth (ég held að þú lesir íslensku); það að vera á mót inngöngu í ESB þýðir alls ekki "a return to the past" (reyndar er hvergi minnst á ESB í færslunni).
Hvort sem menn eru með eða á móti þá þurfum við alvöru framtíðarsýn fyrir Ísland, því er ég innilega sammála.
Haraldur Hansson, 2.10.2010 kl. 12:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.