28.9.2010 | 12:49
64% vilja "kíkja í pakkann"
Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins vilja vilja 64% landsmanna ljúka aðildarviðræðum við ESB og kjósa um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Fréttin er á forsíðu undir fyrirsögninni "Viðhorfið gjörbreytt"
Prófessor í stjórnmálafræði er spurður út í niðurstöðurnar
Kannski sýnir þetta hvað viðhorf fólks í allri þessari Evrópuumræðu virðast vera flöktandi. Kannski er þetta vísbending um það frekar en að einhver kúvending hafi orðið eða að fólk hefur áttað sig á því að það er ekki valkostur að bakka út úr viðræðunum þegar þessi ferð er hafin og engin áhætta fólgin í því að halda viðræðum áfram.
Hittir hann ekki einmitt naglann á höfuðið? Fólk telur að málið sé komið svo langt á veg að ekki sé hægt að bakka út úr því. Raunverulega er viðhorf meirihlutans: Við verðum að láta okkur hafa það.
Einnig er athyglisverð grein á bls. 12 í sama blaði undir fyrirsögninni "Þjóðarframleiðsla ykist um 6 til 7% innan ESB". Fyrirsögnin er greinilega valin með tilliti til áróðursgildis, enda lesa margfalt fleiri fyrirsagnir en greinarnar sjálfar.
Sterkasti punkturinn í greininni er nefnilega að það þurfi að verja fiskimiðin við Ísland með öllum tiltækum ráðum. Meðal annars segir þetta:
En það má alls ekki leyfa rányrkju ESB á íslenskum miðum
Þessar tölur eru háðar því skilyrði að fiskveiðimálunum sé ekki klúðrað.
... vandamálið er að hjá ESB hafa þeir veitt meira en stofnarnir þola og þeir eru að eyðileggja auðlindina.
Spá um aukna þjóðarframleiðslu er ekki annað en spá. Því var líka spáð (og fullyrt) að viðskipti milli landa myndu þrefaldast með tilkomu evrunnar. Nú eru mörg ríki búin að nota evruna í áratug og spáin gekk ekki eftir. Evrudraumurinn er loftkastalinn sem hrundi.
Á miðri síðunni er dreginn út einn áherslupunktur, sem er þessi: Það er alveg ljóst að það er hægt að ganga úr bandalaginu aftur. Í þessu leynast skilaboð um að það sé allt í lagi að prófa að vera smá í Evrópusambandinu.
Það er alltaf kostulegt þegar bent er á skilnaðar-klausu Lissabon sáttmálans sem einn af kostunum við ESB. Margir þeirra sem rýnt hafa í hana segja að það sé efnahagslegur ómöguleiki að komast út, eftir að ríki er gengið í bandalagið og búð að taka upp evruna.
En þessi klausa og fyrirsögnin (bls. 12) eru skólabókardæmi um hvers vegna menn vilja ráða yfir fjölmiðlum. Það er hægt að hafa mikil áhrif á umræðuna og skoðanamyndun. Ekki síst þegar blað er borið frítt inn á hvert heimili.
Athugasemdir
Ef þetta er skoðanakönnun af vef Vísis, þá vil ég gjarnan sjá eitthvað marktækara. Hvað myndi skoðanakönnun á MBL leiða í ljós, og hversu margir samfylkingartrúar tæku mark á henni? Hvað margir Jónar Frímannar kusu aftur og aftur með að eyða kökum eða nota margar tölvur.
Ég trúi því hreinlega að þjóðin sé greindari en þetta.
Spuni segi ég. Ef gallup gerir sömu könnun, þá spái ég öfugum hlutföllum.
Jón Steinar Ragnarsson, 28.9.2010 kl. 15:05
Palli reyfar þetta ágætlega: http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/1099928/
Jón Steinar Ragnarsson, 28.9.2010 kl. 16:53
Hans og Greta vildu lika kíkja i pokann.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.9.2010 kl. 20:37
Þakka innlitið og athugasemdirnar
Var að spá í að nefna þetta með muninn á 80% og 50% og hvernig Fréttablaðinu tekst að feðra öll atkvæðin (sem var í frétt á bls. 6). Páll er búinn að gera það prýðilega.
Haraldur Hansson, 29.9.2010 kl. 01:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.