"God bless his political memory"

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, er ekki besti vinur utanríkisráðherra í dag. Össur segir forsetann ekki hafa umboð til að gera neitt annað en það sem Alþingi ákveður. 

Össur er eflaust búinn að steingleyma því þegar hann sjálfur laumaðist úr landi sem ferðamaður í fyrrasumar - án vitneskju þingsins, ríkisstjórnarinnar og utanríkisnefndar - og leitaði stuðnings við mál sem Alþingi hafði ekki afgreitt.

Forseti ÍslandsÓlafur Ragnar stóð sig mjög vel í viðtali á Bloomberg í dag.

Það var kröftugt hvernig hann lýsti yfirgangi Gordons Brown, bæði þegar hann sagði Ísland gjaldþrota og þegar hann beitti hryðjuverkalögum. Inn á milli skaut Ólafur frábærri athugasemd: "God bless his political memory".

Össur utanríkisráðherra ætti að vera Ólafi Ragnari þakklátur. Hann var óhræddur við að segja það sem flestir hugsa og ráðamenn áttu að segja fyrir löngu, en gerðu ekki.

Ólafur Ragnar hafði meira umboð til að tala í dag en Össur hafði á Möltu í fyrra, 98% atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu er nokkuð skýrt umboð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég horfði á allt viðtalið og Ólafur hækkaði um marga flokka í áliti hjá mér við þetta viðtal.  Það hvernig Össur lætur út af þessu viðtali er bar hreinn og beinn skandall, hann segir að forsetinn hafi málfrelsi en það virðist bara eiga við ef forsetinn segir eitthvað sem Össuri líkar............... Ekki er "ríkisstjórn fólksins" að tala fyrir málstað Íslands erlendis en það gerir forsetinn á áhrifamikinn og öflugan hátt.  Getur verið að það sé rétt sem maður hefur heyrt að "kratarnir" hafi sagt að það væri mátulegt á Íslendinga að borga Ices(L)ave, fyrir að hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn yfir sig trekk í trekk???????

Jóhann Elíasson, 16.9.2010 kl. 12:14

2 identicon

Jóhann, síðasta athugasemd þín um kratana held ég að sé rétt. Maður hefur heyrt fleiri en einn Samfylkingarmanninn tala svona um þjóðina, en auðvitað ber almenningur enga ábyrgð á málinu.

Hvort sem menn telja að semja eigi um Icesave eða ekki þá eru svona viðhorf mikið áhyggjuefni því þau virka ekki hvetjandi á að ná góðum samningum, fyrir utan það að vera svívirða í sjálfu sér.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 16.9.2010 kl. 12:39

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég fjalla með greinandi hætti um fráleit viðbrögð Össurar og um góðan málstað Ólafs Ragnars hér: Össur með uppsteit við forseta Íslands!

Jón Valur Jensson, 16.9.2010 kl. 14:49

4 Smámynd: Frosti Sigurjónsson

Já Ólafur Ragnar stóð sig frábærlega í þessu viðtali.

Frosti Sigurjónsson, 16.9.2010 kl. 19:33

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sammála ykkur. Og þótt seint sé (en ég var á hraðferð í gær):

Kærar þakkir fyrir mjög góðan pistil, Haraldur!

Jón Valur Jensson, 16.9.2010 kl. 22:41

6 Smámynd: Haraldur Hansson

Þakka ykkur innlitið og athugasemdirnar.

Nokkrir hafa sýnt furðuleg, neikvæð viðbrögð við framgöngu forsetans. Sýnist mér Icesave- og ESB-sinnar fylla þann flokk. Viðbrögð þeirra urðu mér tilefni í næstu færslu.

Haraldur Hansson, 16.9.2010 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband