27.1.2010 | 18:37
Falleg skaðræðisskepna
"Aðstæður í Þistilfirði eru ekki ákjósanlegar fyrir björgun", sagði í frétt um ísbjörninn, sem þá var ófundinn.
Þótt hvítabjörn sé falleg skepna, úr hæfilegri fjarlægð, getur hann verið stórhættulegur og valdið usla og búsifjum. Þess vegna var ísbjörninn felldur af bónda í Þistilfirði.
Þistilfjörður er heimasveit Steingríms Joð, sem líka þarf að glíma við ísbjörn. Það er hún Ísbjörg, eins og sumir hafa íslenskað Icesave.
Iceseve er ekki falleg skepna eins og bangsi. Steingrímur ætti að taka sveitunga sinn sér til fyrirmyndar og koma þessari skaðræðisskepnu fyrir kattarnef sem fyrst. Ekki hleypa henni á land, þar sem aðeins er tímaspursmál hvenær hún veldur stórfelldu tjóni.
Þjóðþrifaverkið hefst 6. mars þegar við segjum nei við ríkisábyrgð á drápskjörum.
Ísbjörninn stoppaður upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það ætti að gera bjarnagryfju sem hægt væri að fara með ísbirnina á. Það vita allir hvað Knútur litli vakti mikla athygli. fanga birnina og gefa þá nýtt heimili hérna á fróni
en kannski er það of erfitt fyrir okkur íslendinga, við erum svo metnaðalaus þegar við sjáum ekki skjótan auð
Ragnar (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 03:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.