Greindarskertir blýantsnagarar

Sumir segja upphátt það sem við hin látum okkur nægja að hugsa. Gamli ritstjórinn Jónas Kristjánsson er stundum hæfilega kjaftfor og lætur kurteisina ekki alltaf flækjast fyrir sér. Í gær birti hann þessa klausu á bloggsíðu sinni:

... Einkum er hávær fjarvera Jóhönnu Sigurðardóttur frá veruleikanum. Hún á að vera á flandri um Evrópu til að laga stöðu Íslands í umheiminum. En hún getur það ekki, er óhæf í starfið. Sama er að segja um alla ráðherra Samfylkingarinnar, eins og þeir leggja sig. Þetta eru blýantsnagarar, sem bíða eftir næsta útborgunardegi. Þar að auki þjást þeir af greindarskorti.

Hver er innistæðan fyrir þessari slæmu einkunn?

Samfylkingin er ekki stjórnmálaflokkur, heldur sundurlaus hjörð undir forystu konu sem er þögul, ósýnileg og löngu hætt í stjórnmálum. Leiðtogakreppa vofir yfir. Hjörðin hangir saman á herópinu um inngöngu í Evrópuríkið. Annað ekki.

Það fer lítið fyrir stefnu en því meira um umbúðir og stimpla. "Stöðugleikasáttmáli" heitir einn og "Velferðarbrú" er annar. Svo er það óútfærða "Fyrningaleiðin" og það nýjasta; "Sóknaráætlun 20/20". Þar er þess freistað að finna stefnu með hjálp almennings og á kostnað skattgreiðenda. "Að ná fram samstöðu um lykilákvarðanir og framtíðarsýn" eins og það heitir á kratísku.

Þegar við þetta bætist, að hin stefnulausa hjörð í leiðtogakreppu, berst gegn þjóðinni í tveimur stærstu málum líðandi stundar verður ekki annað sagt en að einkunn Jónasar sé nærri lagi. Og þessi flokkur er í stjórn! 

Samfylkingin er skrýtin hjörð og hættuleg.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

"Oft ratast kjöftugum satt orð á munn."

Ragnar Gunnlaugsson, 27.1.2010 kl. 09:29

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Já ég held að Jónas sé hvorki að vera dónalegur né að ýkja hér. Þetta er bara kaldur veruleikinn. Því miður. Ástæða tregðu í lánavilyrðum á norðurlöndum stafar víst fyrst og fremst af afstöðu ríkistjórnarinnar til Icesave. Norðurlöndin vilja ekki gefa yfirlýsingar, sem spilla fyrirætlunum stjórnvalda og mála því skrattann á vegginn og segja nei, einfaldlega af því að þeir eru að spila með, eins og það heitir. 

Greind miðast við eiginleika til að greina kringumstæður og meta. Þar er ekkert. Gáfur eru góðir og eiginleikar og geta, sem menn hljóta í vöggugjöf. Þær verður að skoðast í verkum og atgerfi. Ekkert þar heldur.

Ég held að Jónas sé helst til dipló þarna ef eitthvað er.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.1.2010 kl. 11:56

3 identicon

Innlega sammála þér og Jónasi. Samfylkingin leiðir hér ríkisstjórn í fyrsta skipti með vægast sagt hörmulegum árangri. Ég er löngu hættur að líta á Samfylkinguna sem stjórnmálaflokk, heldur tel ég hana vera sértrúarsöfnuð sem tilbiður Brusselguðinn, þann guð sem þau telja að öllu muni bjarga og frelsa þau frá hinu hryllilega sjálfstæði Íslands. Icesave klúðrið sýnir svo ekki er um villst að hagsmuni íslendinga bera þau ekki fyrir brjósti. Takk enn og aftur Haraldur fyrir frábært blogg. Bloggið er einmitt sú rödd sem valdhöfum er síst að skapi vegna þess að þar tjáir sig hinn venjulegi borgari óritskoðað en ekki í helsjúkum fjölmiðlum flokkaveldisins.

Þórir Kristinsson (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 18:03

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Þakka innlitið og athugasemdirnar.

Því miður verður ESB-blindan ekki skýrð með kjánaskapnum einum saman. Hún minnir óþægilega mikið á vond trúarbrögð, þar sem óskeikul leiðsögnin kemur að ofan (allir þingmenn krata alltaf sammála) og patentlausnir koma í stað uppbyggilegrar vinnu (evran/ESB reddar öllu).

Haraldur Hansson, 27.1.2010 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband