21.1.2010 | 12:32
Steingrímur Joð er fastur á strandstað
Íslands nýjasta nýtt ehf., eins og ÍNN heitir fullu nafni, bauð upp á Hrafnaþing í fyrrakvöld. Viðmælandi sjónvarpsstjórans var Steingrímur J Sigfússon, fjármálaráðherra.
Það var vægast sagt dapurlegt að heyra til ráðherrans, hann virðist uppgefinn og orkulaus og búinn að sigla IceSave í strand. Ekkert í svörum hans bendir til að hann muni losna af strandstað.
Það er sama hvaða gögn kæmu fram í málinu, hann mun ekki skipta um skoðun. Það er sama hvaða rök eru færð fyrir réttlætinu, honum verður ekki haggað. Hann er kominn í öngstræti og búinn að týna bæði bakkgírnum og stýrinu. Uppgjöf skal það vera og því fær enginn breytt.
Steingrímur er staðráðinn í að gefast upp fyrir Brown.
Steingrímur Joð er hinn raunverulegi forsætisráðherra, í merkingunni leiðtogi ríkisstjórnarinnar. Jóhanna, sem ber titilinn, er bæði þögul og ósýnileg. Samt afrekaði hún að skrifa í hollenskt blað og þarf ekki að koma á óvart að Evrópuríkið er henni efst í huga. Hún segir:
"Icesave-deilan má ekki skaða ... aðildarferlið að Evrópusambandinu"
IceSave og ESB eru eitt og sama málið. Þess vegna vill Jóhann skilyrðislausa uppgjöf fyrir Bretum, eins og Steingrímur, þótt forsendur kunni að vera aðrar. Hún vill ganga inn í ríkið þar sem aflsmunur er þyngri á metunum en lög, réttlæti og sanngirni. Steingrímur Joð getur ekki vænst þess að fá neina hjálp frá Jóhönnu til að losna af strandstað.
Bendi að lokum á þessa grein eftir Gunnar Skúla lækni.
Icesave skaði ekki alþjóðleg tengsl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Haraldur Ég sá ekki þetta viðtal enda horfi ég ekki á neitt sem kemur frá Ingva Hrafni, en mér finnst að Steingrímur eigi að segja sig frá Ice save málinu enda hefur hann marg lýst því yfir að lengra verði ekki komist í samningum við Breta og Hollendinga. Meðan hann er í forsvari er málið í pattstöðu. Ég er og hef verið frekar hlynntur Steingrími en skil ekki þessa þrákelkni. Hans málflutningur hefur einkennst af að berja á stjórnarandstöðunni með tilvísun til ábyrgðar Sjálfstæðisflokksins á Landsbankanum og Ice save en Þetta snýst ekkert um að lúffa fyrir stjórnarandstöðunni, þetta snýst um að lúffa fyrir þjóðinni. Málið er tapað og því er óskiljanlegt að ríkisstjórnin skuli ekki fá erlenda sáttasemjara til aðstoðar eins og margoft er búið að benda henni á.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 21.1.2010 kl. 13:36
Steingrímur kallinn er upptekinn að verja samninginn sem gerður var við Breta og Hollendinga af vini hans Mr Svavarssyni og fleirum fyrir hans hönd. Það er í hans persónulegu þágu að betri samningur náist ekki. Steingrímur er blindaður af eigin hagsmunum. Það verður eingin sátt um framhaldið á meðan Steingrímur og Jóhanna sitja við þetta heygarðshorn.
Veit einhver hver selur Essiac te á Íslandi
Magnus (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 14:05
Þeim mun lengur sem ég kynnist Gunnari Skúla og fylgist með markvissri vinnu hans við að greina aðdraganda og kausnir því betur treysti ég á hann en flesta aðra. Gunnar er einn þeirra manna sem alltaf er í jafnvægi. Flugskarpur traustur og vandaður.
Árni Gunnarsson, 21.1.2010 kl. 15:55
Þakka innlitið og athugasemdirnar.
Jóhannes: Ég get ekki annað en tekið undir með þér. Ég var líka nógu hlynntur Steingrími til að gefa VG atkvæði mitt í maí. Framganga hans í IceSave veldur mér miklum vonbrigðum.
Árni: Gunnar Skúli er orðinn einn af föstu punktunum mínum á rúntinum um vefinn, enda eru margir pistla hans mjög góðir.
Haraldur Hansson, 21.1.2010 kl. 19:02
Magnús, þú segir nokkuð. Þegar Steingrímur flutti ræðu á Alþingi fyrir atkvæðagreiðsluna um fyrra IceSave frumvarpið ræddi hann nánast ekkert efnislega um málið en setti út á þá sem gagnrýndu mennina sem “gerðu sitt besta” til að ná samningum.
Því flóknara sem málið verður því oftar fær maður á tilfinninguna að það vegi þungt hjá Steingrími að verja sinn mann. Sé það rétt er það furðuleg nálgun í svona stóru máli.
Get því miður ekki hjálpað þér með jurta-teið.
Haraldur Hansson, 21.1.2010 kl. 19:16
Takk fyrir þetta Haraldur Hansson. Aðildin að Evrópusamandinu yfirgnæfir allt annað hjá krötum. Mér sýnist það vera eina málið sem þeir sinna.Virðast ekki hafa áhuga á neinu öðru.
Halldór Jónsson, 22.1.2010 kl. 14:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.