15.1.2010 | 23:07
Vanur ógeðisdrykkjum
Steingrímur Joð fór létt með að hvolfa í sig ógeðisdrykk eftir kosningarnar, slíkur var þorstinn eftir völdum. Drykk sem innihélt Alþjóða gjaldeyrissjóðinn, nauðasamninga um IceSave og umsókn um aðild að Evrópuríkinu. Allt eitur í augum Vinstri grænna, bragðbætt með stóriðjuframkvæmdum. Þessu hvolfdi foringinn í sig án þess að depla auga.
Með hverju nýju klúðri sem upp kemur sé ég meira eftir að hafa gefið hinum vinstri græna flokki Steingríms Joð atkvæði mitt í apríl.
Núna er hann tilbúinn að sturta í sig IceSave af því að þá muni hugsanlega nýir möguleikar bjóðast. Og að sjálfsögðu fylgir söngurinn um tímahrak. Maður sem hvolfir í sig ógeðisdrykk til að slökkva valdaþorsta og er tilbúinn að láta þjóðna éta það sem úti frýs, er ekki trúverðugur. Því miður.
Betra en að deyja úr þorsta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:08 | Facebook
Athugasemdir
Finnst þér ólýðræislegt að vera andvígur ESB að öllu óbreyttu fyrir kostningar, en gefa þjóðinni val um væntanlegan samning? Ég þarf ákveðna hluti í búð, en vil ekki inn á þeirri forsendu að þeir séu örugglega ekki til. AGS og Icesave voru komin það langt af fyrirrennurum að það besta í stöðunni var að gera sitt besta. Hvað ESB snertir, þá er eðlilegt að það ferli klárist svo það hangi ekki yfir allri umræðunni um ókomna framtíð.
Með vinsemd og virðingu, Gunnar.
Gunnar Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 23:42
Skemmtilega orðað hjá þér og samlíkingin svo sannarlega að hitta í mark.
Það kemur mér verulega á óvart að einmitt þeir sem kusu VG og þar með Steingrím skuli ekki vera búnir að rísa upp og heimta að hann segi af sér.
Ég hugsað mikið um að kjósa þá en gerði ekki.
Halla Rut , 15.1.2010 kl. 23:52
Halla ég var líka nær fallin en hætti við vegna þess að ég treysti ekki Steingrími,það átti heldur betur eftir að koma í ljós að sú tifinning var rétt!
Sigurður Haraldsson, 16.1.2010 kl. 00:00
Ég átta mig ekki á því afhverju fyrri ath. sem mín birtist ekki?
Kveðja, Gunni Gunn
Gunnar Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 00:16
Gunnar: Það er nú ekki eins og við vitum ekki hvað ESB samningurinn hefur í línum sínum. Eða hvað. Erum við einhver töfraþjóð sem fær eitthvað meira og betra en allir hinir. Ég held nú ekki. Þetta er bara óþarfa kostnaður sem við höfum ekki efni á núna sama hvað Jóhönnu finnst gaman í útlöndum.
Halla Rut , 16.1.2010 kl. 00:43
ljótt að sjá hvernig fólk skrifar um þá sem eru að reyna sitt besta til að taka til eftir efnahagslega kjarnorkuárás sjálfstæðisflokksins á landið. Þið viljið greinilega þann glæpalýð í ráðherrastólana aftur, kúlulánapakk , þjófa og spillingarhyski. Verði ykkur að góðu.
Óskar, 16.1.2010 kl. 03:13
Óskar og Gunnar, það er ljóst að þið hafið komist í drykkjarföng foringjans
og eruð orðnir svo ruglaðir á hvað er orsök og hvað er afleiðing að þetta
minnir á gamlan þýskan systurflokk ykkar. Bara að þið takið nú uppá því líka
að falla fyrir foringjann eins og þeir þýsku skoðanabræður ykkar gerðu.
Sveinn
Sveinn (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 11:08
Takk öll fyrir innlitið og athugasemdirnar.
Gunnar: Í sáttmála stjórnarflokkanna var samþykkt að leggja tillögu um aðildarumsókn fyrir þingið. Setja málið í hendur Alþingis. Þar var líka áréttað að virða skyldi ólík sjónarmið í málinu. Þetta var ekki gert 16. júlí á Alþingi, því miður.
Ég hefði viljað sjá fagleg og lýðræðisleg vinnubrögð um þetta mál frá upphafi til enda. Kynna hvað umsókn er og þær óhjákvæmilegu breytingar sem aðild þýðir, bæði á löggjafarvaldið og æðsta dómsvald. Sækja síðan umboð til þjóðarinnar með lýðræðislegum hætti. Það var heldur ekki gert.
Ef enn vantar athugasemd frá þér kann ég ekki skýringu á því. Ég hef aldrei eytt athugasemd við bloggfærslu.
Haraldur Hansson, 16.1.2010 kl. 11:35
Óskar: Ég held að það sé öllum ljós að rót vandans liggur í glæfrarekstri bankanna, gallaðri löggjöf og slöku eftirliti. Að hin pólitíska ábyrgð liggi aðallega hjá D og B. En hér er verið að tala um lausnina, ekki vandann.
Þótt 2-3 þingmenn segi að þjóðaratkvæði snúist um líf ríkisstjórnarinnar lít ég ekki svo á. Og enn síður um að koma glæpalýð í ráðherrastóla.
Það skiptir miklu máli hvernig lausnin er. Þeir sem vinna að henni þurfa að vanda til verka, líka þeir sem saklausir eru að vandanum. Ef lausnin er slæm þarf að gera betur, en ekki fallast á afarkosti. Samningurinn frá 5. júní er skelfilegur nauðsamningur sem knúin var fram í krafti aflsmunar. Það ber að spyrna við honum með bestu mögulegu ráðum.
Haraldur Hansson, 16.1.2010 kl. 11:38
Góður Haraldur. Það er nokkuð ljóst að ég kýs ekki Vg næst.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 16.1.2010 kl. 11:44
... og þið öll: Ég mæli með grein Hallgríms Helgasonar í Fréttablaðinu í dag. Þótt greinin sé mjög löng er hún þess virði að lesa.
Kannski sérstaklega fyrir Óskar, Gunnar og skoðanasystkin þeirra. Hallgrímur útskýrir hvernig hann "losnaði af flokkslínunni" og vill nú skoða málið í ljósi nýrrar stöðu. Auðvitað hnýtir hann hressilega í Davíð, Landsbankann, Sjálfstæðiflokkinn og Framsókn, eins og við er að búast.
Mér finnst reyndar vanta í greinina að nefna í hverju lagalegur ágreiningu felst (skuld tryggingasjóðs vs. ábyrgð ríkisins) en greinin er samt góð. Kannski hún hjálpi Samfylkingarmönnum að "losna af flokkslínunni" og taka loksins undir málstað Íslands í deilunni. Vonandi.
Haraldur Hansson, 16.1.2010 kl. 11:46
Þarna er athöfnum Steingríms virkilega rétt lýst. Óli Bónusgrís er öruggleg hrikalega ánægður með Steina þar sem hann dregur til sín alla umræðuna, ég tala nú ekki um Jóhönnu læðist nú orðið hljóðlega um. Nú sést vel hversu undirförul hún er og væntanlega farin að brýna kutann sem hún rekur í bak Steina við óumflýjanleg stjórnarslit.
Gunnlaugur Bjarnason, 16.1.2010 kl. 13:27
1. kafli Icesave. Hér segir hverjir beygðu sig undir okið!
skarfur
15.1.2010 | 21:11
Niðurstöður frá 2008 sem Bjarni Ben studdi ásamt öllum öðrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins!
Flokksformennirnir semja og semja hver við annan! Og segjast sumir þeirra hafa góða trú á, að Hollendingar og Bretar fáist að samningaborðinu. Stjórnarandstöðunni tókst með lýðskrumi að þvinga ríkisstjórnina í viðræður við sig. Að þeim takist hið sama með Breta og Hollendinga má með réttu efast um. Hollendingar og Bretar hafa enga þörf fyrir að semja við Íslendinga uppá nýtt. En Íslendingar verða í mikilli klemmu verði enginn samningur um málið gildur!
„...en ég hef alla tíð verið þeirrar skoðunar að Evrópusambandið hefði átt að standa miklu nær viðræðuferlinu," sagði Bjarni. Bjarna má benda á samning sem ríkisstjórn Geirs H. Haarde gerði 16. nóvember 2008 við ESB. Þar voru lagðar línurnar um samningana, hin umsömdu viðmið. Ríkjunum var svo látið eftir að semja um smáatriðin. Í Viljayfirlýsingu Íslands og AGS 9. grein kemur einnig fram sama afstað. Bjarni Ben hefur endurtekið í sífellu, að samningurinn frá í haust sé ósanngjarn og að engin ríkisábyrgð gildi um innistæðutryggingar. Samt greiddi Bjarni einmitt atkvæði sitt tillögu um ríkisábyrg á innistæðum í íslenskum bönkum á Evrópska efnahagssvæðinu haustið 2008.
AGS hefur verið gagnrýndur fyrir þá afstöðu sem hann tók til endurskoðunar áætlunarinnar um endurreisnina eftir að ÓRG vísaði lögunum til þjóðarinnar.
Árni Mathiesen þáverandi fjármálaráðherra og Davíð Oddsson þáverandi seðlabankastjóri undirrituðu Viljayfirlýsingu íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Í níundu grein þeirrar yfirlýsingar stendur orðrétt:
„Ísland hefur heitið því að virða skuldbindingar á grundvelli innstæðutryggingakerfisins gagnvart öllum tryggðum innlánshöfum. Þetta byggist á þeim skilningi að unnt verði að forfjármagna þessar kröfur fyrir tilstyrk viðkomandi erlendra ríkja og að jafnt Ísland sem þessi ríki séu staðráðin í að efna til viðræðna á næstu dögum með það að markmiði að ná samkomulagi um nánari skilmála vegna þessarar forfjármögnunar." (15. nóvember 2008).
Hin umsömdu viðmið í samningi ríkisstjórnar Geirs H. Haarde við ESB.
Auðun Gíslason, 16.1.2010 kl. 19:00
Auðun: Þú gleymir (vitandi vits eða vísvitandi) niðurlagi greinarinnar, sem er svona:
Enn fremur viðurkennum við að það sé lykilatriði í réttlátri meðferð gagnvart innstæðueigendum og kröfuhöfum á hendur yfirteknu bönkunum að nýju bankarnir greiði sannvirði fyrir þær eignir sem fluttar voru frá gömlu bönkunum. Við höfum komið upp gagnsæju ferli þar sem tvö teymi sjálfstæðra endurskoðenda sjá um að meta sannvirði eigna. Almennt munum við tryggja að meðferð á innstæðueigendum og lánardrottnum sé sanngjörn, jöfn og án mismununar og í samræmi við gildandi lög.
Jón Á Grétarsson, 17.1.2010 kl. 23:01
Góður og lýsandi pístill hjá þér, Haraldur.
Elle_, 18.1.2010 kl. 15:52
Ég þakka innlitin og athugasemdirnar.
Auðun: Þetta er ágætis yfirlit og Jón bætir við því sem þú gleymdir. En nú er kominn janúar 2010 og margt gerst í málinu síðan þessi plögg urðu til. Ingibjörg Sólrún fékk litlar þakkir frá skoðanasystkinum þegar hún upplýsti að þau væru ekki bindandi fyrir núverandi stjórnvöld, þótt ekki hafi þau einfaldað starf samninganefndarinnar.
Er ekki uppbyggilegra að fjalla um hvernig menn leysa vandann en að festast í 2008 og þrátta fram á vor um hverjum er mest um að kenna? Ég sé ekki alveg hvaða hagur er af því.
Haraldur Hansson, 19.1.2010 kl. 12:49
afhverju fara ekki eignir gömlu bankana í innistæðutryggingasjóðinn og látum svo nýju bankana borga mismuninn.............og eitt......Gefum skít í breta og hollendinga enn hjálpum eyjunni mön og garnsey......eitthvað sem að bretarnir gerðu ekki, útaf skattalögum........tóku bretar ekki skatt af Icesave?.....jú ég bara held það!!!! gengru eitt um Breta enn annað um Íslendinga.....veit ekki, skil ekki getur einhver sagt mér afhverju Bretar Hegða sér svona gangvart Mön og garnsey enn skipa okkur svo að borga??........´p.s Ég er mjög ánægður með þetta blogg hjá þér Haraldur og ég vona bara að þú haldir þessari umræðu áfram, því að Internetið er eina von okkar.
Ragnar Ingi Magnússon (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 13:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.