11.1.2010 | 12:59
Mistök Evu Joly
Nú þegar tveir stjórnarþingmenn hafa opnað augu þjóðarinnar fyrir sannleikanum er mér orðið ljóst hvílík mistök það voru hjá Evu Joly að leita ráða hjá erlendum sérfræðingum, þingmönnum, rágjöfum og hagfræðingum.
Þeir skilja ekki neitt. Ekkert frekar en ritstjórar breskra stórblaða, sem halda allt í einu að Ísland eigi sér málsbætur. Jafnvel einhvern rétt.
Hún Eva okkar hefði getað sparað sér þetta allt með því að slá á þráðinn til skipstjóra í Ólafsfirði og ræða málin. Hann veit þetta allt miklu betur en útlendir "sérfræðingar" sem misskilja og rangtúlka allt.
Segir margt athugavert við málflutning Lipietz | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hroki og skeytingarleysi fyrir íslenskum málsstað áberandi í þessum málflutningi lægra settra stjórnaliða á þingi.
Helgi Kr. Sigmundsson, 11.1.2010 kl. 13:23
Kannski er það rétt hjá þér að þegar öllu er á botninn hvolft þá er enginn verri þó hann vakni!
Árni Gunnarsson, 11.1.2010 kl. 14:45
Rosalega erum við klárir
Finnur Bárðarson, 11.1.2010 kl. 16:22
Já að hún skuli voga sér...Hún hlýtur að vera evrópuandstæðingur.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.1.2010 kl. 17:48
Mikið hlýtur tilvera breta og hollendinga að vera létt...þeir bara þegja og treysta á íslensku stjórnarflokkana að ráðast á alla þá sem álpast til að minnast á rétt og málstað íslendinga. Sterkur orðrómur er um að ESB hjálpi okkur með 5-600 milljarða ef við samþykkjum Icesave og göngum í ESB er hvíslaður víða.
Ef við sjáum framtíð okkar borgið með þeim hætti, má þá ekki þjóðin hreinelga skella sér öll í vændi ? Hvar byrjar og hvar endar gleðikonann ?
Eins og einn góður félagi minn orðar það...þjóðin er öll kominn með 2 í útvíkkun svo heiftarlega er búið að taka hana í *#$%&#& og við erum á hraðleið í 5 í útvíkkun. Á von okkar að liggja í því að komandi kynslóðir þrói með sér Vasilín-kirtla á réttum, nei öfugum endanum ?
Haraldur Baldursson, 11.1.2010 kl. 17:49
Björn Valur gerir lýðum það ljóst að maðurinn er ekki sérfræðingur og að hann misskilji sjálfan sig hrapalega, enda sé hann ekkert annað en verkamaður hjá vegagerðinni. Skipstjórnarvegtyllan toppar augljóslega skurðamokara í þessu samhengi.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.1.2010 kl. 17:51
Þakka innlitin og athugasemdirnar.
Það er sorglegt að sitja uppi með ríkisstjórn sem er staðráðin í því að tapa! Hún hefur líklega aldrei brugðist eins skjótt við og nú þegar nauðsynlegt er að kveða niður allt sem gæti vakið bjartsýni og eldmóð meðal þjóðarinnar.
Haraldur Hansson, 11.1.2010 kl. 18:41
Jamm. Óþolandi þetta fólk sem þykist hafa raunverulega þekkingu á hlutum þegar allir vita að nóg er að trúa og óska sér til að óskir manns uppfyllist.
Hrannar Baldursson, 11.1.2010 kl. 19:12
? þarf að þinglýsa kosninaloforðum í frammtíð ? ekki er að sjá nein þroskamerki í stjórnsýsluni til bóta/frammfara fyrir manneskjur/sálir landsins
Ásgeir Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 19:38
Þinglýsa kosningaloforðum! Já, það þyrfti að vera hægt.
Annars afhjúpa erlendir "sérfræðingar" vankunnáttu sína, hver á fætur öðrum, þegar þeir blanda saman ESB og IceSave. Þetta eru alls óskyld mál og tengjast ekki neitt, hann Össur segir það.
Haraldur Hansson, 11.1.2010 kl. 20:01
Látum oss svífa inn í draumaveröldina þar sem óskhyggjan ein ræður ríkjum. En veröldin er stærri og grimmari en við höldum. En Ísland er auðvitað miðdepill alheimsins, eða hvað ?
Finnur Bárðarson, 11.1.2010 kl. 20:49
Þú ert snillingur
Rakel Sigurgeirsdóttir, 11.1.2010 kl. 23:40
Hvað er til ráða segi ég nú bara?
Halla Rut , 12.1.2010 kl. 01:35
Steingrímur J. segir að ekki hafi verið hægt að ná betri samningi og það hlýtur að vera rétt fyrst hann segir það!
En án gríns þá er nú sennilega þarna komin ástæðan fyrir þessum handónýta landráðasamningi. Ef menn fara af stað með þá trú að þeir geti ekki náð neinu fram nema afarkostum þá er það öruggasta leiðin til að tapa.
Theódór Norðkvist, 12.1.2010 kl. 18:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.