Erfiðustu andstæðingar Íslands

Þótt mjög hafi málin snúist til betri vegar er langt frá því að búið sé að tryggja að skynsemin og sanngirnin verði ofaná. Öll helstu blöð á Bretlandi hafa kynnt sér IceSave málið af kostgæfni eftir að Ólafur Ragnar greip í taumana, umfjöllun þeirra ber þess glöggt merki. Hvert blaðið á fætur öðru bendir á þær vafasömu aðferðir sem ríkisstjórn Gordons Brown beitti til að kúga Íslendinga til að fallast á nauðungarsamninga.

Financial Times, Obeserver, Indipendent og fleiri blöð vilja nú að málið sé skoðað af sanngirni. Meðal sérfræðinga sem styðja kröfu Íslands um réttlæti má nefna Michael Hudson, Alain Lipietz og að sjálfsögðu Evu Joly. Þá hafa stjórnmálaleiðtogar í Lettlandi og Litháen lýst yfir stuðningi við Ísland auk sérfræðinga frá Írlandi, Bandaríkjunum, Bretlandi, Hollandi, Frakklandi og víðar.


Erfiðustu andstæðingar þjóðarinnar

Við Íslendingar eigum þó enn eftir að sigrast á erfiðasta andstæðingnum. Þótt hin skelfilega fréttastofa RÚV sé skæður andstæðingur er það barnaleikur í samanburði við ríkisstjórnina. Jóhanna og Steingrímur, strengjabrúður þeirra og spunatrúðar verða að hætta stríðinu gegn þjóð sinni. Nokkrir úr hópi Vinstri grænna standa gegn ósómanum en ekkert afgerandi hefur enn heyrst frá Samfylkingunni sem bendir til að kratar ætli að hætta að berjast fyrir Gordon Brown, formann bresku Samfylkingarinnar.

Ef viðtal Egils Helgasonar við Evu Joly og Alain Lipietz, í Silfrinu í dag, dugir ekki til að telja þeim hughvarf, þá er þeim ekki við bjargandi. Nú á Jóhanna aðeins tvo kosti; að skipta um kúrs eða hverfa úr ríkisstjórn.

 


mbl.is „Ekki einhliða innanríkismál“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jón Steinar Ragnarsson, 10.1.2010 kl. 22:43

2 identicon

Haraldur takk fyrir þetta innlegg -einsog mælt úr mínum munni.

Elísabet (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 23:12

3 identicon

Gellunni er farið að förlast, þótt hún gamlist vel

Robert (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 23:23

4 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Já, sorglegt hvernig Steingrím hefur tekist að "rústa ímynd sinni & trúverðugleika" - hvað er eiginlega að gerast upp í hausnum á SteinFREÐ & Jóhönnu??  Ég & fjöldi fólks hef fengið mig fullsaddan af hráskinnaleik núverandi valdhafa og frábið mér og þjóðinni allri að veita þeim starfsfrið mikið lengur.  Eða með orðum Ingibjargar Sólrúnar: "Nú er mál að linni" svona getur þetta ekki haldið áfram...!  Vinnubrögð Steingríms í þessu Icesave máli minna mikið á klúðrið & hrokann tengt fjölmiðlalögunum.  Mér sýnist Steingrímur vera búinn að taka upp hrokastjórnun & viðhorfs Dabba kóngs.  Mér finnst einnig sorglegt hvernig einn maður getur breytt jafn gróflega skoðunum sínum í fjölda mála frá því að hann var í stjórnarandstöðu og yfir í að vera í stjórn.  Alveg ótrúleg upplifun.

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is) 

Jakob Þór Haraldsson, 10.1.2010 kl. 23:43

5 identicon

mikiðinnilega er ég sammála þér mágur

kv

maggi

maggi (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 23:57

6 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Flokkbróðir Steingríms,Ögmundur sagði í Silfri Egils,að nú sé sóknarfæri,eftir að Forsetinn skrifaði ekki undir lög des.2009.Og ætti allir stjórnmálaflokkar að taka höndum saman og vinna að lausn á ICESAVE-málinu.

Þetta er verið að fara fram af almenningi,en það hefur ekki verið hlustað.Öll endurreisn þarf að gerast með samstilltu átaki.Það eröllum ljóst,að Jóhanna hefur ekki ráðið við sitt verkefni,og sýnir þjóðinni bara hroka.

Er ekki tími til að stjórnin segi af sér.Svo mynduð yrði þjóðstjórn.

Ingvi Rúnar Einarsson, 11.1.2010 kl. 01:14

7 identicon

Jú Ingvi Rúnar, nú er kominn tími til að breyta ÖLLU hér. Þjóðstjórn? Já takk!

anna (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 11:09

8 Smámynd: Halla Rut

Þjóðstjórn sem Jóhanna kemur ekki nálægt.

Halla Rut , 11.1.2010 kl. 16:54

9 Smámynd: Haraldur Hansson

Þakka innlitið og athugasemdirnar.

Fréttin sem Jón Steinar bendir á (hér) hefur farið víða í dag. Ótrúlegt hvað ráðherrastóll getur snúið mönnum gersamlega. Það þyrfti að búa til sérstök verðlaun fyrir svona menn. Þau gætu heitið Tindátinn staðfasti.

Haraldur Hansson, 11.1.2010 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband