9.1.2010 | 02:28
Svo einföld atkvæðagreiðsla
Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar, Einfaldara Ísland, er á forræði forsætisráðuneytisins. Verkefnið hófst 17. október 2006 og miðar m.a. að því að minnka skriffinnsku og einfalda markvisst bæði opinbert regluverk og stjórnsýslu.
Frá því að núverandi stjórn tók við hefur þessu verið snúið við og kerfið þyngt og flækt eftir föngum. Meðal annars með því að gera skattkerfið nógu flókið til þess að venjulegur launamaður geti ekki sannreynt hvort staðgreiðsla hans sé rétt reiknuð á launaseðli.
Það kemur því ekki á óvart að spurningin sem nota skal í þjóðaratkvæðinu um IceSave nauðungarsamningana sé gerð svo flókin að hún sprengi þekkta skala um flækjustig.
Svarið er samt einfalt: "Nei, þau eiga að falla úr gildi".
Handbók um undirbúning og frágang lagafrumvarpa, er liður í verkefninu Einfaldara Ísland. Henni hefur líklega verið stungið undir stól um leið og ákveðið var að hverfa frá hugmyndum um einföldun kerfisins. Spurningin góða skal vera svona:
Lög nr. 1/2010 kveða á um breytingu á lögum nr. 96/2009, um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf. Alþingi samþykkti lög nr. 1/2010 en forseti synjaði þeim staðfestingar. Eiga lög nr. 1/2010 að halda gildi?
Ríkisstjórninni hefur tekist vel upp í að flækja einn atkvæðaseðil. Það er varla hægt að ná betri árangi en að sprengja skala um flækjustig.
Lög um þjóðaratkvæði samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.