RÚV - sameign okkar allra

Það verður fróðlegt að fylgjast með fréttum RÚV í kvöld. Meðan írafárið gekk yfir, fyrst eftir að forseti tók ákvörðun um nýju IceSave lagabreytinguna, birti fréttastofa RÚV fjölda frétta um neikvæð viðbrögð við ákvörðuninni. Kastljósið stóð sig betur.

Í dag er rykið aðeins farið að setjast. Jákvæðar fréttir berast víða að. Fræðimenn við tvo hollenska háskóla hafa talað máli Íslendinga, sem og írskur hagfræðingur, breskur hagfræðingur, Eva Joly, leiðarahöfundar bresku blaðanna Financial Times og Independent, aðrir minni vefmiðlar og ráðherra í Lettlandi, svo dæmi séu nefnd, að ógleymdri góðri frammistöðu Ólafs Ragnars í viðtali á BBC Nightwatch. Meira að segja Steingrímur Joð komst vel frá viðtali við Channel 4.

Það virðist sem að það sé að myndast víðtækur stuðningur við Ísland í alþjóðasamfélaginu. Sumt af því erlenda nær lengra en að styðja ákvörðun forsetans. Það er eins og nú sé það aðeins Samfylkingin á Íslandi sem stendur gegn þjóðinni. Skyldi RÚV gera jafn glögga grein fyrir hinum jákvæðu viðbrögðum og hinum neikvæðu? Ætlar "sameign okkar allra" að flytja vandaðar hlutlausar fréttir eða vera áfram í lið með Samfylkingunni í stríðinu gegn íslensku þjóðinni?

Fyrir utan hótanir og hræðsluáróður krata hafa ekki komið neina beinar hótanir að utan, nema kannsk varðandi inngönguna í Evrópuríkið. Einn hollenskur Evrópuþingmaður hefur hótað að reyna að koma í veg fyrir inngöngu Íslands. Kann ég honum bestu þakkir fyrir.

Einn þingmaður Samfylkingar gengur svo langt að halda því fram að forseti Íslands skilji ekki málið og hafi verið blekktur (hér). Framganga Ólafs Ragnars á BBC Nightwatch bendir hins vegar til þess að hann geri sé fulla grein fyrir alvöru málsins og að skilningur hans á því sé síst minni en meðal ráðherra og þingmanna.

Uppgjöf er alltaf vondur kostur. Áfram Ísland.

 


mbl.is Áhersla lögð á að Ísland standi við skuldbindingar sínar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Að fylgjast með fréttum RUV í gærkvöldi og fyrrakvöld mætti halda að RUV væri flutt að Hallveigarstíg, skrifstofu Samfylkingarinnar.  Allur fréttaflutningur einkenndi áróður SF.

Tómas Ibsen Halldórsson, 7.1.2010 kl. 13:21

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vald Samfylkingarinnar í fréttastofu og fréttaskýringum RUV er algerlega orðið óþolan di og það er kominn tími til að fólk lýsi frati á þá.  Þetta er of augljóst til að það dyljist neinum. Nú er gersamlega nóg komið af andskotans spunanum og niðurrifinu.

Það er vert að benda á að erlendir miðlar, sem virðast nánast einhliða vilhallir okkur nú, eru ekki bara að taka afstöðu með okkur í að semja um málið heldur ganga flestir svo langt að álkta sem svo að við eigum bara alls ekki að borga krónu af þessu.  Það er í raun staðreynd málsins.

Stöðugt er talað um skuldbindingar og að standa við skuldbindingar.  Málið er hinsvegar þannig að við erum ekki skuldbundin til neins í þessu máli, heldur erum við undir kúgunum frá banksterum á Wall Street, IMF og City of Londo, en ekki síst frá okkar eigin fólki, sem ætlar í ofanálag að þvinga okkur inn í evrópusambandið með sömu vinubrögðum.

Samfylkinguna þarf að losna við ekki seinna en strax. Hún er krabbamein í Íslenskri þjóðarsál.  Megi þeir föðurlandssvikarar aldrei þrífast.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.1.2010 kl. 14:39

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Haraldur, ég ætla rétt að vona að sá hollenski standi við hótun sína. Sumir bretar munu eflaust öfunda okkur fyrir þann vinargreiða - svo sem eins og þessi:

"At 11:45am on 07 Jan 2010, TheLurcherman wrote:

I love the comment about the Icelanders being punished by being deprived of EU membership ! Deprived of a bunch of venal and incompetent Eurocrats wasting their money, deprived of Spanish Fish Thieves hoovering up their fish stocks- and incidentally Iceland is the only European country that has a sensible system for managing fish stock levels.Etc ETC Et-blooming-cetera! ...."

(Upphaf innleggs við grein Pestons á BBC)

Kolbrún Hilmars, 7.1.2010 kl. 15:39

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Þakka innlitið og athugasemdirnar.

Mér sýnist að Eva Joly geta orðið besta vopn íslensks almennings í stríðinu, sem Samfylkingin hefur sagt þjóðinni á hendur. 

Haraldur Hansson, 7.1.2010 kl. 17:45

5 identicon

Það ætti að reka RÚV úr foreldrahúsum.  Kvikindið verður 43 á þessu ári og önnur sjónvarpsafkvæmi þjóðarinnar róta í ruslahaug eftir lífsviðurværi meðan RÚV veitir þeim grimmilega samkeppni með ruslefni sem ekki tengist upprunalegu markmiðunum á neinn hátt, ekki menning, ekki fræðsla.  

Sjá hér hvernig þeir flytja frétt af 'friðarhöfðingjanum' Óbama:

http://www.youtube.com/watch?v=bKsmBd9qYX8 

Gullvagninn (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband