Stórkostlegt - áfram Ísland!

forseti íslandsHafi ég einhvern tímann sagt eitthvað neikvætt um forseta vorn, herra Ólaf Ragnar Grímsson, er það hér með dregið til baka. Herra Ólafur Ragnar er kjarkmaður og réttsýnn. Í dag stóð hann með þjóð sinni og gerði það af miklum sóma.

Nú þarf þjóðin að fylgja á eftir og fella Nýja-IceSave með glæsibrag.


Auðvitað eigum við að greiða það sem okkur ber að lögum. Úr því hefur aldrei fengist skorið. Hinir skelfilegu samningar frá 5. júní bera þess merki að Bretar neyttu aflsmunar og knúðu fram nauðasamninga af verstu gerð. Óvissan og áhættan er öll sett á íslensku þjóðina. 

Meðal vestrænna þjóða á 21. öld á engin þjóð að þurfa að vera hrædd við að leita réttar síns, sama hversu fámenn hún er. Sá sem hefur réttin sín megin er aldrei minni máttar.

Áfram Ísland!

 


mbl.is Staðfestir ekki Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ólafur hefur tekið sér völd sem eru langt umfram fyrri forseta. Þessi völd verða ekki af honum tekin, nema með breytingu á stjórnarskránni. Maður getur haft ýmsar skoðanir á því. Staðreyndin er samt sú að þessi völd hefur hann, því engin getur tekið þau af honum í bili amk.

Næsta spurning snýr að bretum og hollendingum. Ætla þeir að semja í þriðja skiptið við stjórn sem, í þessu máli í það minnsta, er algerlega umboðslaus ? Hver sest niður í þriðja sinn til að semja um bílverð... hver sættir sig við það að tala við fulltrúa bíleiganda sem semur við kaupandann algerlega án umboðs ?

Haraldur Baldursson, 5.1.2010 kl. 13:17

2 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Til hamingju strákar.

Það er ekki um neitt að semja.Við þessu er ekki nema eitt,fyrir Englendinga og Hollendinga að gera.Það er að samþykka eldri lög.Þeir hafa nú snúið sér til ESB,en þaðan kemur,ein skipun. Þið verið að gera það.

Ef þeir vilja bendla ESB í málið,hlýtur að koma til álita,regluverk sambandsins,sem og sofandaháttur stjórnar þess.

Ingvi Rúnar Einarsson, 5.1.2010 kl. 14:26

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Loksins fær þjóðin að segja sitt. Ég er fullur auðmýktar.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 5.1.2010 kl. 17:35

4 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Til hamingju!

ÁFRAM ÍSLAND
NEI við ESB  -  NEI við Icesave - NEI við AGS

Styðjum Samtök Fullveldissinna
http://www.fullvalda.is

http://fullvalda.blog.is/blog/fullvalda/

Ísleifur Gíslason, 5.1.2010 kl. 19:16

5 identicon

Sem einn minnsti aðdáandi forsetans tek ég hatt minn ofan fyrir honum. Sannarlega óvæntur glaðningur úr þeirri áttinni.  Ég átti frekar von á að himnarnir myndu hrynja en þessum gleðifréttum. Ekki er að spyrja að fjölmiðlunum. Heimsendir er í nánd á RUV. og Baugsmiðlarnir fá "sérfræðinga" Samfylkingarinnar um að tjá sig og öllum ber þeim saman um stórkostlegan skaða og hörmungar sem yfir okkur dynja og ofsahræðsla virðist hafa gripið um sig á stjórnarheimilinu.

Engu að síður ætla þau að hanga á völdunum þrátt fyrir ítrekaðar hótanir um stjórnarslit.  Ríkisstjórnir bretlands og hollands haga sér að vonum eins og svín og hóta öllu illu enda nákvæmlega sama um íslenskan almenning. Lengi lifi Ísland.

Þórir Kristinsson (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 20:31

6 identicon

Enn hey, pælið í því.... Það er hópur manna búinn að vera að vinna að þessu máli í mánuði og kynna sér öll gögn. Þeim finnast þessi tillaga greinilega skásti kosturinn af þeim fáu sem standa okkur til boða - af hverju ætti fólk úti í bæ sem er flest EKKI búið að kynna sér málið svona vel að vita eithvað betur ?

Við verðum að borga það sem við skuldum - ef þið vitið um töfra lausn endilega dragið hana út úr pokahorninu. Ef ekki, er þá ekki best fyrir þjóðina að fara að vinna að uppbyggingu í staðin!

Katrín (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 20:51

7 identicon

Áfram Ísland.  Vonandi verður rúv og aðrir innrætingaraðilar ekki búnir að hræða líftóruna úr þjóðinni þegar kemur að atkvæðagreiðslunni.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband