Þegar Össur fór norður og niður

Frá kosningunum 2009 hefur Össur Skarphéðinsson verið fyrsti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður. Hann færði sig yfir Miklubraut fyrir kosningarnar á laugardaginn og nú verður hann fjórði þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður. Hann fór því bókstaflega norður og niður.

Það er skemmtilega táknrænt fyrir þann dóm sem hæstvirtir kjósendur felldu yfir esb-þráhyggju Samfylkingarinnar. Allt síðasta kjörtímabil hefur Össur starfað sem sérlegur áróðursfulltrúi Brusselveldisins, þótt hann hafi þegið laun sem utanríkisráðherra Íslands.

Nú hafa kjósendur sent hann og Samfylkinguna alla í frí. Það er þreyttasti þingflokkur landsins, sá eini þar sem engin endurnýjun varð. Bara sama gamla þreytta liðið. Þau verða að fara að vilja kjósenda og sitja saman í skammarkróknum næstu fjögur árin. Og lengur, ef þau láta ekki af þráhyggjunni.
 


Bloggfærslur 29. apríl 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband