23.4.2013 | 21:47
Engar skoðanir kannaðar
Í síðustu vinnuviku voru birtar niðurstöður úr fimm skoðanakönnunum á fimm dögum um fylgi flokkanna í komandi kosningum. Nú eru fjórir dagar til kosninga og engar fréttir af fylgiskönnunum í fjóra daga.
Fékk einhver kaupandi svo slæma niðurstöðu að hann vill ekki birta hana af ótta við skoðanamyndandi áhrif? Eða eru allir að bíða fram á síðustu stundu til að geta státað af því að hafa komist næst úrslitum? Ætli seinni skýringin sé ekki líklegri.
Tvær ESB kannanir
Hins vegar er Félagsvísindastofnun búin að kanna hug manna til þess að ljúka viðræðum" annars vegar og að ganga í Evrópusambandið hins vegar. Sem fyrr er meirihluti fyrir því að ljúka viðræðum" og á sama tíma vill ívið stærri meirihluti, um 65% þeirra sem taka afstöðu, ekki ganga í ESB.
Svipað var uppi á teningunum í síðustu viku. Könnun 365 sýndi að meirihluti vill ljúka viðræðum" á meðan könnun MMR sem birtist sama dag sýndi að 69% þeirra sem tóku afstöðu er á móti aðild. Sú niðurstaða rataði einhverra hluta vegna ekki inn í fréttatímana.
En ESB málið er bara ekki efst á dagskrá núna. Það er meira spennandi að sjá eitthvað um fylgi flokkanna nú þegar kosningar eru að bresta á. Nýtt þing og ný ríkisstjórn mun ákveða um framhald Evrópumála og vonandi virða leikreglur lýðræðisins og leyfa þjóðinni að taka þátt í þeirra ákvörðun.
![]() |
Meirihluti á móti inngöngu í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |