15.4.2013 | 21:39
Össur afskrifar ESB
Eitt af því sem ríki gefa frá sér við inngöngu í Evrópusambandið er rétturinn til að gera fríverslunarsamninga. Og ekki nóg með það, þeir samningar sem ríkið kann að hafa gert falla sjálfkrafa úr gildi við aðild.
Össur veit að það væri ekki til neins að semja við Kína ef Ísland væri á leið í Evrópusambandið. Hann er greinilega búinn að afskrifa ESB í hjarta sínu því hann fór glaður til Peking að skrifa undir. Kínverjar væru heldur ekki að eyða púðri í samning sem hefði ekkert gildi.
Í nýliðinni viku gaf Jón Baldvin evrunni falleinkunn. Lýsti henni sem gallagrip á ótraustum grunni og talar um dýrkeypt mistök. Það er skammt stórra högga á milli.
Spurningin er hvort formaðurinn Árni Páll og varaformaðurinn Katrín hafi kjark og pólitískt þrek til að fylgja fordæmi þeirra félaga og slá brusselska dagdrauma út af borðinu. Ef þau snúa sér ekki að einhverju raunhæfu heldur fylgið áfram að hrynja af þeim.
Og hin samfylkingin, Björt framtíð, er nú orðin munaðarlaust naflaframboð um ekki neitt.
![]() |
Össur: Ísland fær forskot á Kínamarkað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt 16.4.2013 kl. 08:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)