Viðbrögð hinna tapsáru

Ólafur Ragnar hlaut einungis stuðning 35% atkvæðabærra manna í landinu, er haft eftir Ólínu Þorvarðardóttur í viðtengdri frétt. Hún telur það ekki sannfærandi og líkir því við að fá gula spjaldið.

Þetta eru viðbrögð ýmissa andastæðinga ÓRG, sem að mestu eru Samfylkingarfólk og esb-sinnar.

  
Hvað mun þetta sama fólk segja þegar kosið verður um esb-aðild?

Þegar kosið verður um aðild að esb verður það margfalt stærra mál. Það sem þá er undir er stjórnskipan landsins til framtíðar en ekki skipan í eitt embætti í fjögur ár.

Verður þá gerð krafa um meirihluta atkvæðabærra manna? Ef kjörsóknin verður t.d. 80% og af þeim segja 52% já, munu þau telja það fullnaðarsigur? Eða telst tillagan felld þar sem "einungis tæp 42% atkvæðabærra manna í landinu" samþykktu fullveldisframsal?

  
Krafan um meirihluta atkvæðabærra manna

Fordæmið er til. Þegar greidd voru atkvæði um stofnun lýðveldisins fyrir tæpum sjö áratugum voru setta reglur sem tryggðu að a.m.k. 56,25% atkvæðabærra manna þyrfti til að samþykkja aðskilnaðinn frá Danmörku. Þetta var (réttilega) talin svo mikil breyting að ekki væri stætt á öðru.

Þá þurfti a.m.k. 75% kjörsókn svo kosningarnar væru gildar og tillagan um stofnun lýðveldisins þurfti að fá aukinn meirihluta, eða a.m.k. 75% greiddra og gildra atkvæða. Það að bylta stjórnskipan með inngöngu í esb er svo mikil breyting að ekki ætti að gera minni kröfur þegar þar að kemur.

Nú þegar esb-kratar eru uppteknir af því að reikna niður sigur Ólafs Ragnars er kannski rétti tíminn til að ganga frá reglum um aukinn meirihluta í bindandi þjóðaratkvæði um esb-uppgjöfina.


mbl.is Segir kosningu Ólafs ekki sannfærandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. júlí 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband