29.6.2012 | 18:34
Að auglýsa frá sér fylgið
Í könnun Félagsvísindastofnunar í apríl var Þóra Arnórsdóttir með afgerandi forystu. Hún var þá með 49% stuðning en Ólafur Ragnar 35%.
Núna, tveimur mánuðum og óteljandi auglýsingum síðar, hefur þetta snúist við og Ólafur Ragnar kominn með afgerandi forystu. Þóra komin niður í 33,6% og Ólafur Ragnar upp í 50,8%.
Sterk tengsl við Samfylkinguna hljóta að skaða Þóruframboðið, en það skýrir þó ekki þetta mikla hrun. Að mínum dómi hefur ótrúleg auglýsingaherferð verið framboðinu enn skaðlegri. Það er hægt að fara yfir strikið í þeim efnum. Ekki síst þegar umbúðirnar eru sóttar í stimplagerð Samfylkingarinnar.
En það eru ekki skoðanakannanir sem ráða úrslitum, heldur sjálfar kosningarnar. Á morgun kemur í ljós hvort hægt er að snúa vinningsstöðu upp í tap með því að auglýsa frá sér fylgið.
![]() |
Spennan lýtur að kjörsókninni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |