29.3.2012 | 22:27
Magnús Orri sagði satt. Alveg óvart.
Magnús Orri Schram er einn af mínum uppáhalds stjórnamálamönnum. Fyrir þá sem ekki eru fylgjandi því sem Samfylkingin stendur fyrir er hann jafnan öruggur liðsauki.
Í viðtali á Mbl-sjónvarpi sagði hann satt. Hvort það voru mismæli eða freudian slip veit ég ekki, en satt var það.
Í viðtalinu segir hann (á 19. sek.) pólitíska andstæðinga vilja koma í veg fyrir skoðanakönnun. Sem er rétt. Þessa skoðanakönnun Jóhönnu kalla ráðherrar "þjóðaratkvæðagreiðslu". Og hún er ekki um eitthvert smámál, heldur sjálfa stjórnarskrá lýðveldisins.
Okkar maður veit að þjóðaratkvæði ber að taka alvarlega og undirbúa að kostgæfni. Vanda til verka og bjóða skýra kosti. Sú sýndarmennska sem nú skal blásið til er ekki þess verð að kalla þjóðaratkvæðagreiðslu. Þess vegna kallar hann gjörninginn réttilega skoðanakönnun. Líklega óvart.
Með þessu skemmtilega innleggi nær hann þó ekki að jafna sinn besta árangur til þessa, sem var þegar hann brá sér í hlutverk Birtíngs. En þá var hann líka að rita blaðagrein um málið eina.
![]() |
Ljótur blettur á störfum Alþingis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |