Er ESB fært um að taka upp lýðræði?

Þegar ESB verður formlega orðið að sambandsríki mun það eiga lítið skylt við fyrirmyndina USA en því meira við Sovétríkin. Sama hve oft evrópskir ráðamenn kalla það "bandaríki Evrópu".

Það sem stendur í veginum er að þá þyrfti að taka upp alvöru lýðræði. Það er sá þröskuldur sem ESB getur ekki yfirstigið og þess vegna er útkoman dæmd til að verða "sovésk".

  

Munurinn á lýðræði í USA og "lýðræði" í ESB


Forsetaframboð í USA
: Forsetaefni þarf að heyja stranga kosningabaráttu á landsvísu til að tryggja sér útnefningu flokks síns og komast í framboð.

Forsetaframboð í ESB: Það er ekki til, forseti er handvalinn af leiðtogaráðinu. Almenningur hefur ekkert um það að segja. Utanríkisráðherra er valinn eins.

 

Forseti USA þarf að kynna sig og stefnu sína og vinna hylli kjósenda. Hann er kosinn af almenningi í beinum lýðræðislegum kosningum.

Forseti ESB er "útnefndur" á lokuðum fundi. Enginn íbúi Sambandsins hefur hugmynd um fyrir hvað Van Rompuy stendur, þótt hann fái hærri laun en Obama.

 

Framboð til þings í USA: Flokkarnir setja fram pólitíska stefnu sína þegar kosið er til þings. Kjósendur hafa tvo (og stundum fleiri) skýra kosti.

Framboð til þings í ESB: Listar eru landsbundnir en þingmenn raðast í pólitíska flokka innan þings eftir kosningar. Ekki er nokkur leið fyrir kjósendur að kjósa um pólitíska stefnu.

 

Ríkisstjórn USA er skipuð af þjóðkjörnum forseta, sem hefur til þess beint lýðræðislegt umboð frá kjósendum.

Ríkisstjórn ESB er þannig valin að forseti framkvæmdastjórnar er "tilnefndur" af leiðtogaráðinu. Hann leggur síðan ráðherralista sinn fyrir Evrópuþingið.
Þingið hefur um þennan eina kost að velja, eins og í kommúnistaríki. Annað hvort er stjórnin samþykkt ... eða samþykkt. Annað er ekki í boði.

 

Stjórnarandstaðan í USA er bæði virk og kröftug. Núna er flokkur forsetans með minnihluta í fulltrúadeildinni. Forsetinn þarf að afla hverju máli sínu fylgis í þinginu.

Stjórnarandstaðan í ESB er ekki til, þótt hún eigi að vera ein af grunnstoðum hins virka lýðræðis. Almenningur þekkir hvorki haus né sporð á Daul og Schultz, sem stjórna einstefnunni í Brussel.

 

Þingið í USA fer með ótvírætt löggjafarvald.

Þingið í ESB er valdalítil punt-stofnun, til að gefa Sambandinu lýðræðislegan blæ.

 

Vægi fylkja í USA: Auk fulltrúadeildarinnar er 100 manna öldungadeild. Þar hafa öll fylki tvo fulltrúa, óháð stærð og íbúafjölda. Öldungadeildin er öryggisventill minni fylkjanna.

Vægi ríkja í ESB: Þingið deilir löggjafarvaldi með Framkvæmdastjórninni, sem leggur fram frumvörp, og Ráðherraráðinu sem á síðasta orðið. Í Ráðinu fer vægi atkvæðis hvers ríkis eftir íbúafjölda. Smáríkin hafa hverfandi vægi og enga "öldungadeild" til að grípa í taumana.

 

Stjórnarskrá USA er gömul, stutt og skýr. Um hana ríkir almenn og víðtæk sátt.

Stjórnarskrá ESB var hafnað af almenningi. Þá var hún dulbúin sem torlæs doðrantur, laumað inn bakdyramegin og íbúum meinað að kjósa.

  

Stjórnmálastéttin í Brussel hefur komið sér upp kerfi sem tryggir æðstu valdhöfum frið fyrir kjósendum. Til að breyta því þyrfti að kollsteypa Sambandinu með allsherjar uppreisn í Evrópuríkinu öllu, sem er ólíklegt að gerist. 

Sambandsríki ESB er í burðarliðnum, um það er ekki lengur deilt. Ríki sem getur aldrei orðið annað en miðstýrt, sovéskt og misheppnað.

 


Bloggfærslur 8. september 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband