The idiot in Brussels

Það var óþarfi hjá Oborne að kalla manninn "idiot". Hann er bara í vinnunni sinni og gerir eins og honum er sagt. Hann talar vitleysu eins og vélmenni af því að hann er talsmaður fyrir kommissar Olli Rehn. Sjálfur þarf hann ekki að vera idjót þó hann tali svona. 

Þessi klippa er áhugaverð, þrátt fyrir óþarfa ókurteisi. Horfðu og hlustaðu!
Með lokaorðunum (4:52) hittir Oborne naglann þráðbeint á höfuðið.
 

 

Peter Oborne getur sagt "I told you so". Hann barðist gegn upptöku evru í Bretlandi, þegar það stóð til. Sönnunargögnin hrannast upp á báða bóga. Í þættinum er líka Richard Lambert frá FT, sem studdi evru hugmyndina en hefur nú skipt um skoðun. Eðlilega.

Í nýrri bók eftir Oborne fá margir evru-fíklar á baukinn. Meðal annars BBC, sem á sínum tíma tók að sér sama kjánahlutverkið og RÚV gerir á Íslandi í dag. BBC hefur ekki enn beðist afsökunar.


Leynast idjótar víða?

Kannski þurfum við ekki að leita út fyrir landssteinana að idjótum. Evran er það blindsker sem hver þjóðarskútan af annarri steytir á þessi misserin. Það þarf vænan skammt af glámskyggni til að sjá hana sem "klettinn í hafinu".

Evran er búin að vera. Það viðurkenna æðstu stjórnendur í Evrulandi. Þess vegna búa þeir nú til björgunarsjóð úr trilljónum, svo kaupa megi tíma til að breyta lögum, laga reglur og endurskrifa hlutverkið. Búa til nýja evru. Nýtt blindsker.

Blindsker, sem idjótar munu dásama sem klett.

 


mbl.is Kostir og gallar ESB-aðildar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kratar hafa ljóta kæki

Þegar Gylfi og félagar í ASÍ gerðu kjarasamninga í vor var samið um kjarabætur sem ekki var innistæða fyrir.

Strax var ljóst að það myndi orsaka hækkanir, sem yrði velt út í verðlagið, sem veldur verðbólgu, sem þýðir að lánin hækka ... það þekkja allir þessa sögu.

En Gylfi Arnbjörnsson gaf "lítið út á slíkt" og lofaði auknum kaupmætti. Og nú hefur verðbólgan hækkað, eins og allir væntu, nema Gylfi.

Og hvað gera kratar þá?

Þegar þeir klúðra einhverju og skilja það ekki, er krónunni kennt um. Ég spáði að sú yrði raunin núna, en reyndist ekki sannspár. Gylfi notaði annan kratakæk og réðist á bændur.

Samningar ASÍ eru stikkfrí í hans augum. Í staðinn fékk hann að vaða uppi á RÚV og heimta "að landbúnaðarkerfið verði stokkað upp" og sagði að bændur væru "að taka meira til sín", sem reyndist rangt. En það átti að skella skuldinni á bændur.

Árásir krata á bændur, í tíma og ótíma, eru orðnar frekar þreytandi.

 


mbl.is Búvörur hækkað minna en aðrar neysluvörur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. september 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband