Hættulegur forseti. Alveg stórhættulegur.

 


Ástandið á Íslandi getur aldrei orðið svo slæmt að ESB geti ekki gert það verra.
   

Þetta sagði breski Evrópuþingmaðurinn Daniel Hannan í grein sem hann ritaði skömmu eftir hrun. Eftir stefnuræðu forseta Framkvæmdastjórnar ESB í morgun efast ég ekki um að Bretinn hefur lög að mæla.

Barroso StrassbourgEngu er líkara en að Barroso sé haldinn messíasarkomplex. Hann ætlar að bjarga heiminum. Hann boðar enn meiri samruna og miðstýringu með tilheyrandi framsali á fullveldi aðildarríkjanna. Sem er þó orðið ærið fyrir.

Kröfunni um yfirþjóðlegt fjármálaráðuneyti, með sjálfstæðu valdi til skattlagningar og öllu tilheyrandi, fylgir hann eftir með þessum orðum:


Governments, let's be frank, cannot do this by themselves. Nor can this be done by negotiations between governments.

The commission is the guarantor of fairness.
 

Já, „The commission" er Framkvæmdastjórn ESB sem hann stýrir sjálfur. Hann er aðal maðurinn. Það er ekki hægt að treysta ríkisstjórnum aðildarríkjanna, en Hann Sjálfur getur.

 „Við þurfum óháð vald Framkvæmdastjórnarinnar" heimtaði Barroso, sem almenningur hefur aldrei kosið. Hann vill fá til sín völdin og stjórna allri Evrópu. Menn sem hugsa og tala svona geta verið hættulegir. Alveg stórhættulegir.

Þetta er þó ekki það versta sem kom frá portúgalska maóistanum í morgun. Hægt er að lesa um ræðu hans hér (og eflaust miklu víðar). RÚV sá þó ekki ástæðu til að fjalla um ræðuna nema rétt í mýflugumynd.

 


Barroso: ESB lifir í evru-blekkingu


barroso_angryREUTERS fréttaveitan birti helstu punkta úr stefnuræðu forseta Framkvæmdastjórnar ESB, sem hann hélt í Strassbourg í morgun.

Barroso sagði meðal annars að það væri blekking að halda að einn gjaldmiðill og einn markaður geti virkað, ef aðildarríki fái áfram að ráða fjárlögum sínum og efnahagsstefnu sjálf.

Hann endurómar boðskap helstu ráðamanna stóru ESB ríkjanna; boðar aukna miðstýringu og stofnun ESB-sambandsríkisins.


It was an illusion to think that we could have a common currency and a single market with national approaches to economic and budgetary policy.
 

Þegar meira að segja forsætisráðherra ESB er farinn að tala upphátt um hönnunargalla Sambandsins er tímabært að RÚV - sameign okkar allra, fjalli um Evrópusambandið eins og það er.

Ekki fá "hlutlausa álitsgjafa" heldur vinna eigin fréttaskýringar, byggðar á upplýsingum vandaðra erlendra miðla eins og Reuters. Segja fólki satt.

Frétt Reuters er hér.

Barroso fer að verða besti talsmaður þeirra sem vilja að Ísland standi utan við Evrópuríkið.

 


Bloggfærslur 28. september 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband