18.9.2011 | 14:17
Að taka af fólki réttinn til að kjósa
Undir engum kringumstæðum er það ásættanlegt í lýðræðisríki að stjórnvöld taki af fólki réttinn til að kjósa um stórmál. Málin gerast ekki mikið stærri en aðild að ESB.
Það er orðið meira en tímabært að stjórnvöld á Íslandi beri það undir þjóðina hvort hún vilji ganga í sambandsríki sem tekur af fólki réttinn til að kjósa um stjórnarskrána, hvað þá annað.
Vegna evruvandans eru fyrirsjáanlegar enn meiri breytingar á ESB, sem kalla á enn meira afsal á fullveldi. Vafalítið mun ESB taka af fólki réttinn til að kjósa um það líka. Það er vaninn.
Stöldrum við og spyrjum þjóðina.
Þetta er ekki einkamál nokkurra krata. Kjósum.
----- ----- -----
Það hafa orðið gríðarlegar breytingar á Evrópusambandinu eftir að Ísland sótti um aðild. Svo miklar, að jafnvel þótt Samfylkingin hefði ekki tekið af fólki réttinn til að kjósa áður en sótt var um 2009 (og þjóðin þá sagt já), væri fullt tilefni til að spyrja þjóðina aftur núna.