Íslenskur ráðherraræfill og erlendur prófessor

"Ég er bara ráðherraræfill á plani" sagði Össur um daginn. Merkilegt hvað orðið "ræfill" er stjórnarliðum tamt þessa dagana. Eða kannski er það ekki svo merkilegt.

Nú þarf Össur okkar að kenna Robert Aliber lexíu. Aliber þessi er bara fyrrverandi prófessor í kreppu- og hagræðum og þykist vita betur en Össur um íslenska hrunið og vanmátt evrunnar. Hann fullyrðir að ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir hrunið á Íslandi.

Össur hefur "ekki hundsvit á peninga- og bankamálum" að eigin sögn. En hann veit að hrunið á Íslandi er Davíð og krónunni að kenna, enda var hann sjálfur ráðherraræfill í hrunstjórninni. Á einhverju plani.


Aliber talar jafnvel um heilaga snákaolíu Samfylkingarinnar og heldur að ...


... aðild lítils opins hagkerfis að stærra myntsvæði á borð við evrusvæðið veiti enga vörn fyrir skaðlegum áhrifum slíks fjármagnsflæðis fyrir raunhagkerfi.
  


"Ég hef hvorki áhuga né vit á þessu" sagði Össur þegar hann var boðaður á krísufund um bankamál. En hann hefur vit á evrunni og segir að hér hefði ekki orðið neitt hrun með evru. Nú þarf hann að eyða misskilningi erlenda prófessorsins, sem er bara óbreyttur sérfræðingur í kreppumálum.


Evran er komin á bráðadeild og bíður eftir líknandi meðferð; súrefnistæki frá Kína, hækjum frá Rússlandi og þróunaraðstoð frá Brasilíu og Indlandi. Ráðamenn í Evrópu gætu sparað sér allt amstrið. Bara hafa samband við ráðherraræfil ofan af Íslandi, sem hefur ekki hvorki áhuga né hundsvit á peninga og bankamálum. Hann færi létt með að koma evrunni til heilsu.

 


mbl.is Íslandshrunið óumflýjanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. september 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband