28.8.2011 | 11:45
Bókstafstrú
Bókstafstrú getur farið illa með skynsemina. Aðildarsinnar á Íslandi trúa á þrjá bókstafi. Og það er magnað hve mjög er hægt að gagnrýna einn mann fyrir eitthvað sem hann sagði ekki, af því að annað sem hann sagði fellur ekki undir töfrastafina þrjá.
Úrsögn nokkurra manna úr Framsókn er rakin til þess að formaðurinn vilji draga umsókn um ESB aðild til baka. Það hefur hann aldrei sagt. Samt ganga menn menn úr flokknum af þeim sökum og vísa í grein sem Sigmundur Davíð skrifaði í Morgunblaðið 18. ágúst. Megin punktarnir í geininni eru þessir:
- Leggjum ESB umsóknina til hliðar (sem er allt annað en að draga umsóknina til baka og hætta við).
- Snúum okkur að mikilvægari verkefnum. Notum tímann, mannafla og fjármuni í það sem er uppbyggilegt og meira aðkallandi.
- Þjóðin ákveði framhaldið, hvort taka skuli upp þráðinn að nýju þegar betur stendur á, bæði hér heima og í Sambandinu.
Er eitthvað í þessu sem er ekki skynsamlegt?
Guðmundur Steingrímsson, Gísli Tryggvason og fleiri hafa ekki lesið, eða ekki skilið, það sem formaðurinn sagði. Eða viljandi misskilið það, (bókstafs)trúar sinnar vegna.
Það væri auðvitað enn skynsamlegra ef Alþingi samþykkti, með öruggum meirihluta, að draga umsóknina til baka og bæri þá niðurstöðu undir þjóðina. Það er bara ekki það sem Sigmundur Davíð lagið til.
Viðbrögðin við greininni gera ekki annað en að undirstrika hversu rétt hún er, ekki síst kaflinn "Öndum léttar". Ég legg til að menn lesi greinina.