27.8.2011 | 14:50
Harmleikur
Fyrir 10 árum var þetta draumur en í dag er hann orðinn að martröð heillar þjóðar. Reiðin verður að örvæntingu sem síðan brýst út í ofbeldi.
Síðasti þátturinn í þessum harmleik er enn eftir" voru lokorðin í þætti sem Jeff Randall var með á Sky í gær. Hann var í heimsókn í Grikklandi.
Orsakir gríska harmleiksins eru spilling, skattsvik og óhófleg eyðsla. Vendipunkturinn var upptaka evrunnar. Þá bauðst lánsfé í ómældu á lágum vöxtum og eyðslan tók kipp. En nú er komið að skuldadögum.
Evran átti að færa stöðugleika og nýja möguleika (eins og boðað er á Íslandi). Í staðinn er Grikkland komið gersamlega á hausinn.
Niðurlægjandi björgun"
Svokölluð neyðarlán" til Grikkja eru fyrst og fremst til að bjarga (erlendum) bönkum sem lánuðu af glannaskap. Prófessor í Aþenu líkti björguninni" við það að láta mann fá dýrt kreditkort til að borga skuldir sínar, eftir að hafa misst vinnuna.
Útlitið með fjárfestingar er dökkt, selja þarf eignir fyrir 50 milljarða, lækka laun um 30%, skera niður um 20% og hækka neysluskatta.
Við höfum alltaf getað bjargað okkur úr erfiðleikum, en núna er þetta öðruvísi. Við erum í Evrulandi.
Síðasta árið hefur um 80 þúsund fyrirtækjum verið lokað og atvinnuleysi vex. Samdrátturinn verður 5% þessu ári og 2,7% á því næsta. Kirkjan býst við flóðbylgju" fólks í september í leit að ókeypis máltíðum og erfiðum vetri í framhaldinu.
Ef við bara hefðum drökmuna" sagði einn viðmælandinn og annar, eldri maður, bjóst við langri kreppu og að hann myndi ekki lifa þann dag að sjá hana taka enda. Í raun er engin spurning um hvort, heldur hvenær, Grikkland kemst endanlega í greiðsluþrot.
Á vef The Telegraph má sjá blaðagrein Randalls um sömu heimsókn til Grikklands.