8.7.2011 | 12:48
Já! Hversu sjúkt er þetta?
Háskólinn í Northampton í Englandi hefur verið sektaður um 10,5 milljónir króna (56.477 pund). Hvaða lögbrot getur skóli framið sem er svo alvarlegt að hann þurfi að borga yfir 10 milljónir í sekt?
Það er ekki lögreglan sem sektar. Og ekki var sektin ákveðin af dómstólum. Nei, það er Evrópusambandið sem dæmir og sektar. "Glæpurinn" er að skólinn lét undir höfuð leggjast að draga fána ESB að húni.
Fréttin er hér, takið eftir upplýsingum í bláa rammanum. Hún er líka hér.
Sjóður á vegum Evrópusambandsins (ERDF) veitir fjármunum til ýmiss konar verkefna og í staðinn er þess krafist að móttakendur "þakki fyrir sig" og flaggi tólf-stjörnu-fánanum eða birti merki Sambandsins. Skólinn hafði fengið fjárframlög vegna endurnýjunar á búnaði, en gleymdi að flagga.
Það er í sjálfu sér nógu bilað að stofnun, sem er fjármögnuð af aðildarríkjunum, sinni ekki verkefnum sínum nema að fá auglýsingu í staðinn. En að sekta skóla um 10 milljónir fyrir að gleyma að flagga! Já, svona er þetta.
Sektirnar eru egó-flipp-skattur möppudýranna í Brussel og í þeim er "ekki gramm af heilbrigðri skynsemi" segir þingmaðurinn Michael Ellis, sem kallar möppudýrin "dictocrats"