Fullveldið er farið til Brussel

Á meðan ég las fréttina um enn eina skuggahliðina á sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins fylgdist ég með Sky með öðru auganu. Þar voru líka slæmar fréttir, sem fréttamaðurinn tengdi ESB.

Bombardier_Derby_trainsÞar var sagt frá fjöldauppsögn hjá Bombardier Derby, síðasta fyrirtækinu sem framleiðir járnbrautarvagna í Bretlandi. Þeir þurfa að fækka framleiðslulínum úr fimm í eina og segja upp yfir 1.400 manns.

Á sama tíma eyða Bretar svimandi fjárhæðum í nýtt stórverkefni og láta smíða járnbrautarvagna í Þýskalandi.

Fréttamaður gekk eftir járnbrautateinum og útskýrði að þetta væri "vegna reglna ESB". Þótt Bretar þyrftu á vinnunni að halda innanlands mættu þeir ekki "mismuna evrópskum fyrirtækjum" með því að láta fyrirtæki heimafyrir njóta forgangs og fá verkefnið. Þeir vilja það, en fullveldið er farið til Brussel.

Hinir "fullvalda" Bretar hafa ekki leyfi til að velja sjálfir þá leið sem þeir telja besta fyrir breskan efnahag á krepputímum (íslensk fyrirtæki falla líka undir þessar reglur). Bombardier fyrirtækið, sem er kanadískt, gæti þurft að hætta starfsemi í Bretlandi.

Hérer vefútgáfa af fréttinni. Kommentin við hana eru líka áhugaverð.

 


mbl.is Niðurgreiðir óarðbæra ofveiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. júlí 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband