3.7.2011 | 23:30
Hinn mikli áróðursmeistari ESB á Íslandi
Áróðursmeistari ESB á Íslandi verður ekki sakaður um að slá slöku við í að prédika fagnaðarerindið. Hann notar hvert tækifæri sem býðst. Stundum gengur hann svo hraustlega á svig við sannleikann að jafnvel hörðustu möppudýrin í í Brussel roðna, sem þó eru fyrir löngu komin með meirapróf í að blekkja fólk.
Það er áróðursmeistara ESB á Íslandi að þakka/kenna, að enn er til fólk sem trúir því að ESB sé eins og hver önnur alþjóðastofnun. Að innganga snúist um að "efla tengslin" við Evrópu. Að til sé eitthvað sem heitir "hagstæðir samningar" og að ekki sé hægt að taka afstöðu til aðildar fyrr en "samningur" liggur fyrir.
En það er eitt sem er ekki nógu gott við áróðursmeistarann mikla.
Það er óheppilegt að hann skuli á sama tíma eiga að sinna embætti utanríkisráðherra Íslands, í hjáverkum. Er ekki tímabært að íslenska þjóðin fái alvöru ráðherra í embættið? Einhvern sem hægt er að taka mark á.
![]() |
Þurfum ekki sérstaka undanþágu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |