Gáttuð á vanþekkingu þingmanna og hroka

Vefsíðan Conservative Home ræddi við þá 6 þingmenn breska Íhaldsflokksins sem kjörnir voru á Evrópuþingið í fyrsta sinn árið 2009; einn karl og fimm konur. Lagðar eru fyrir þau nokkrar spurningar, sem þau svara hvert í sínu lagi, um reynsluna af Brussel fyrstu tvö árin.

Hér eru nokkur atriði sem fram koma í svörum þingmannanna: 

  • Fyrstu verðlaun fyrir ömurlegustu umræðuna fá átök um hvort kjúklingur teljist kjöt og rökræður um leturstærð á umbúðum utan um tyggjó.
  • Stofnanir sambandsins hafa ekki þróast nóg til að ráða við stækkun þess. Þar er yfirdrifið skrifræði og þær eru óskilvirkar og dýrar.
  • Möppudýra-martröð. Stofnanir ESB bjóða aðeins upp á "einstefnupólitík".
  • Skortur á áhuga og umfjöllun breskra fjölmiðla veldur vonbrigðum. Því héðan berst flóð tilskipana og reglugerða sem varða líf allra sem þar búa.
  • Ein er gáttuð á vanþekkingu sumra þingmanna og segir stuðandi hve hroki þeirra er mikill.
  • Vanvirðing sem stofnanir ESB sýna íbúum Evrópu veldur vonbrigðum.
  • Það þýðir ekki að hugsa um allt sem er niðurdrepandi, þá færi maður ekki framúr rúminu á morgnana!
  • Algjört foringjaræði: Daul og Schulz, leiðtogar tveggja stærustu flokkanna, "stjórna sýningunni" sem er skaðlegt fyrir alla.

Þetta eru aðeins fáeinir punktar. Öll svörin má sjá í tveimur greinum (fyrri og seinni), en tiltrú þingmannanna á ESB er minni nú en áður en þau voru kjörin til þingsetu í Brussel. Kommentin með greinunum eru líka áhugaverð.


Varðandi síðast punktinn þá er hér átt við Joseph Daul, forseta Sósíaldemókrata (EPP) og Martin Schulz formann Bandalags sósíalista og demókrata (S&D). Þessir tveir flokkar eru lang stærstir á Evrópuþinginu með 61% þingsæta og starfa oft sem einn flokkur.

Eina alvöru stjórnarandstaðan er frá minnsta flokknum sem hefur innan við 4% þingsæta. Þess vegna er talað um "einstefnupólitík". Virk stjórnarandstaða er nauðsynleg fyrir lýðræðið, en fyrirfinnst ekki á Evrópuþinginu.

 


Bloggfærslur 2. júlí 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband