2.7.2011 | 17:18
Gáttuð á vanþekkingu þingmanna og hroka
Vefsíðan Conservative Home ræddi við þá 6 þingmenn breska Íhaldsflokksins sem kjörnir voru á Evrópuþingið í fyrsta sinn árið 2009; einn karl og fimm konur. Lagðar eru fyrir þau nokkrar spurningar, sem þau svara hvert í sínu lagi, um reynsluna af Brussel fyrstu tvö árin.
Hér eru nokkur atriði sem fram koma í svörum þingmannanna:
Þetta eru aðeins fáeinir punktar. Öll svörin má sjá í tveimur greinum (fyrri og seinni), en tiltrú þingmannanna á ESB er minni nú en áður en þau voru kjörin til þingsetu í Brussel. Kommentin með greinunum eru líka áhugaverð.
Varðandi síðast punktinn þá er hér átt við Joseph Daul, forseta Sósíaldemókrata (EPP) og Martin Schulz formann Bandalags sósíalista og demókrata (S&D). Þessir tveir flokkar eru lang stærstir á Evrópuþinginu með 61% þingsæta og starfa oft sem einn flokkur.
Eina alvöru stjórnarandstaðan er frá minnsta flokknum sem hefur innan við 4% þingsæta. Þess vegna er talað um "einstefnupólitík". Virk stjórnarandstaða er nauðsynleg fyrir lýðræðið, en fyrirfinnst ekki á Evrópuþinginu.