14.7.2011 | 08:35
Hættuleg fyrirsögn og teiknaðir fiskar
Ef það er hægt að ákveða breytingar núna er það líka hægt eftir 2 ár eða 5 ár eða hvenær sem er. Hin gríska Damanaki boðar gagngerar breytingar á sjávarútvegsstefnu ESB, enda búið að eyðileggja 128 tegundir af þeim 136 sem veiðast í lögsögu sambandsins, með ofveiði.
Með sama áframhaldi munu evrópsk börn ekki kynnast þessum fisktegundum nema á mynd, segir hún.
Stefnan er ekki meitluð í grunnsamninga Sambandsins og því til þess að gera einfalt að breyta henni. Líka með Ísland innanborðs, sem hefði því sem næst ekkert atkvæðavægi. T.d. er hægt að taka burt regluna um hlutafallslegan stöðugleika, eins og lagt var til í Grænbók sambandsins í apríl 2009.
Fyrirsögnin sem RÚV setti á fréttina hljómar eins og aðvörun til Íslendinga.
Þegar kratar fara að rífast við sjálfa sig ...
Samfylkingin berst fyrir inngöngu í Evrópusambandið og hún berst líka fyrir breytingum á stjórn fiskveiða við Ísland. Það sem hún er mest á móti er að hér skuli vera kvótakerfi með framseljanlegar veiðiheimildir.
Meginstefið í boðuðum breytingum á kerfi ESB er að taka upp kvótakerfi með framseljanlegar veiðiheimildir. Ég hlakka til að sjá ónefnda krata í hörku rifrildi við sjálfa sig.
![]() |
Fiskar brátt aðeins á myndum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |