Hún kom, sá og hvellsprakk

Hvernig er best að slátra Grikkjum? Af þeim fjallháu haugum af peningum, sem "björgunarmenn" lána gríska ríkinu, fær almenningur í landinu ekki svo mikið sem eina evru.

Grikkir eru neyddir til að taka lán og því kallast þau "neyðarlán", þótt réttara væri að tala um nauðungarlán. Þau millilenda eitt augnablik á kennitölu grískra skattgreiðenda, sem fá ekkert ... nema reikninginn.

grikkland 

Gríski harmleikurinn hófst á því að þeir "kíktu í pakkann", létu glepjast og gengu í hamarinn. Grikkir hafa það sér til málsbóta að eftir valdatíð herforingja-stjórnarinnar leituðu þeir að betra stjórnarfari. Vildu verða "þjóð meðal þjóða" eins og það er kallað.

Þeir gengu í gamla EBE löngu fyrir tíma Maastricht og evrunnar. Nú er búið að breyta því í ESB og skipta drökmunni út fyrir evru. Þar með hvarf peningastjórnin til Frankfurt, sem er drjúgur hluti vandans, en restin er heimatilbúin.

grikklandRíkið ábyrgðist erlendar skuldir óreiðubanka, samkvæmt handriti ESB og AGS, sem sendu hótanir til Aþenu af stakri kurteisi. Nú fær ríkið "neyðarlán" af því að það getur ekki borgað.

Erlendir lánadrottnar eru kátir, þeir fá aftur allt sem þeir lánuðu af glannaskap á Frankfurt vöxtum. Bólan kom, sá og hvellsprakk.

Aðeins lokakaflinn er eftir: Skera niður, hækka skatta, selja eignir. Eftir situr gríska þjóðin, skuldug, eignalítil og niðurlægð. Þeir eru að komast að því fullkeyptu hve dýru verði þarf að gjalda það að senda fullveldi sitt til Brussel.

Nú er búið að slátra Grikkjum, bæði pólitískt og efnahagslega. Portúgal og Írland eru "í ferli". Þetta er skilvirk slátrunaraðferð, sem því miður verður hugsanlega notuð á fleiri. Er Ítalía of stór til að falla eða verður hún næst? Og Spánn er kominn í biðröðina líka. Fórnarlömb evrunnar hrannast upp.

 


mbl.is Tremonti flýtti heimför
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. júlí 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband