7.12.2011 | 23:32
Nýja járntjaldið heitir Evra
Nýjasti bræðingur Merkozys dugir engan veginn til að leysa evruvandann, segir Christine Lagarde framkvæmdastjóri AGS. Meira þarf að koma til svo taka megi almennilega á vandanum og endurheimta traust.
"Lausnin" sem nú er unnið að er að svipta 17 ríki Evrulands efnahagslegu fullveldi með breytingum á sáttmálum ESB, helst án þess að bera það undir almenning.
Evran verður hið nýja járntjald. Handan þess verður þjóðum fjarstýrt frá Brussel og lýðræðinu hent í ruslið. Það er þegar búið að dæma lýðræðið í 10 ára útlegð í Grikklandi og þjóðina í esb-fangelsi.
-----
Í samtali á RÚV upplýsti Össur Skarphéðinsson að hann hefði "aðeins eina framtíðarsýn", sem er innganga Íslands í ESB. Á óvissutímum er hættulegt að hafa ráðamenn sem sjá einn og aðeins einn kost.
![]() |
Sachs: Stofnanir Evrópu virka ekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |