740 milljónir fyrir sjónvarp

Fyrir þremur árum var sett á stofn ný sjónvarpsstöð. Þó aðeins sé um að ræða vef-sjónvarp er kostnaðurinn kominn í 4,7 milljarða króna. Europarl TV, var sett upp í þeim tilgangi að upplýsa þegna Evrópuríkisins um störf þingsins í Brussel.

Að meðaltali horfa 830 manns á stöðina á dag, eða 0,00016% íbúa Evrópusambandsins. Áhorfendur eru heldur færri en íbúarnir á Hvolsvelli. Það þýðir að kostnaðurinn er orðinn um 5.780 þús. á hvern áhorfanda á þremur árum. Ef RÚV ætti að fá jafn hátt framlag á hvern áhorfanda væru það rúmir 600 milljarðar á ári, sem er talsvert meira en öll fjárlög íslenska ríkisins.

Höfuðstöðvarnar eru í Plymouth á Englandi og fá þýðendur nóg að gera. Efni er textað og þýtt á 22 tungumál, svo hver klukkutími í útsendingu kostar 9,5 milljónir króna. Hugsanlega rambar inn einn áhorfandi annan hvern dag sem þarf á maltneskum texta að halda, en nokkur hópur fólks vinnur við að þýða efni yfir á hvert tungumál.

ESB verður seint sakað um að fara vel með skattfé almennings.

Á sama tíma og ESB fagnar niðurskurði á Ítalíu verða 740 milljónir til viðbótar lagðar í reksturinn á Europarl TV á næsta ári, til að uppfræða 830 manns.


mbl.is ESB fagnar niðurskurði á Ítalíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. desember 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband