3.12.2011 | 17:56
TH€ €ND
SkyNews fjallaði í dag um viðtalið sem Telegraph átti við Jacques Delores, einn af aðalhöfundum evrunnar. Hann segir evruna hafa verið gallagrip frá upphafi.
SkyNews ræddi líka við breska þingmanninn Bill Cash, sem var einn af leiðtogum hreyfingarinnar sem barðist gegn upptöku evrunnar í Bretlandi á sínum tíma.
Bill Cash telur að aukin miðstýring innan ESB sé af hinu illa. Þær hugmyndir sem Merkel og Sarkozy vilja hrinda í framkvæmd muni aðeins skaða Evruland og gera illt verra fyrir alla Evrópu. Sérstaklega gagnrýnir hann ólýðræðislega tilburði Brusselvaldsins.
Hvorki Jacques Delors né Bill Cash hafa sótt námskeið Össurar í efnahagsmálum. Þeir vita um hvað þeir eru að tala.
![]() |
Delors gagnrýnir evrusamstarf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |