Hver voru þá talin galin?

Í einni setningu nær Angela Merkel að ramma inn ESB-umræðu undanfarinna missera á Íslandi.

Þeir sem eru á móti ESB-aðild Íslands hafa varað við hinum hættulega pólitíska samruna. ESB mun breytast úr ríkjasambandi í sambandsríki. "Ever closer Union" er stefnan.

Aðildarsinnar sögðu þetta galinn málflutning og héldu áfram að tala eins og kjánar um "samvinnu fullvalda ríkja", í blindri trú Evrópudrauminn. Og gera enn.

Merkel boðar nú fyrsta stóra skrefið, bæði hátt og skýrt:

  
Ef einhver hefði sagt fyrir fáeinum mánuðum að í lok ársins 2011 myndum við vera í fullri alvöru að stíga ákveðin skref í átt að evrópsku stöðugleikasambandi, evrópsku bandalagi um fjárlög, í átt til þess að grípa til afskipta (af fjárlögum) í Evrópu, þá hefði hann verið talinn galinn.
  

Nú blasir sannleikurinn við.

Lýðræðinu ýtt til hliðar í hverju ríkinu á fætur öðru og næst skal væn sneið af fullveldinu tekin af þjóðunum og færð til Brussel. Allt undir því yfirskini að það þurfi að bjarga evrunni!

Eins og Merkel bendir á var slíkur samruni réttilega álitinn galinn (og þess vegna varað við honum). Nú verður þessi galna hugmynd ekki lengur umflúin, evrunnar vegna. Samfylkingin heldur samt áfram háskalegu blindflugi til Brussel.


mbl.is Fjárlagabandalag í burðarliðnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. desember 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband