2.12.2011 | 12:50
Hver voru þá talin galin?
Í einni setningu nær Angela Merkel að ramma inn ESB-umræðu undanfarinna missera á Íslandi.
Þeir sem eru á móti ESB-aðild Íslands hafa varað við hinum hættulega pólitíska samruna. ESB mun breytast úr ríkjasambandi í sambandsríki. "Ever closer Union" er stefnan.
Aðildarsinnar sögðu þetta galinn málflutning og héldu áfram að tala eins og kjánar um "samvinnu fullvalda ríkja", í blindri trú Evrópudrauminn. Og gera enn.
Merkel boðar nú fyrsta stóra skrefið, bæði hátt og skýrt:
Ef einhver hefði sagt fyrir fáeinum mánuðum að í lok ársins 2011 myndum við vera í fullri alvöru að stíga ákveðin skref í átt að evrópsku stöðugleikasambandi, evrópsku bandalagi um fjárlög, í átt til þess að grípa til afskipta (af fjárlögum) í Evrópu, þá hefði hann verið talinn galinn.
Nú blasir sannleikurinn við.
Lýðræðinu ýtt til hliðar í hverju ríkinu á fætur öðru og næst skal væn sneið af fullveldinu tekin af þjóðunum og færð til Brussel. Allt undir því yfirskini að það þurfi að bjarga evrunni!
Eins og Merkel bendir á var slíkur samruni réttilega álitinn galinn (og þess vegna varað við honum). Nú verður þessi galna hugmynd ekki lengur umflúin, evrunnar vegna. Samfylkingin heldur samt áfram háskalegu blindflugi til Brussel.
![]() |
Fjárlagabandalag í burðarliðnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |