Framboð 9-9-9 byggt á misskilningi

Herman Cain notar slagorðið "nine-nine-nine" í slagnum um útnefningu Repúblikana vegna forsetakosninganna í USA á næsta ári. Það stendur fyrir skattatillögur um 9% á allt; einstaklinga, félög og virðisauka.

harassmentNú hefur Herman lent í smá vanda.

Konur saka hann um hafa umgengist þær að hætti Strauss-Kahn fyrir nokkrum árum. Þetta kemur fram í dagsljósið nú þegar vel gengur í framboðsslagnum.

Sjálfur segir Herman Cain að þetta sé allt saman misskilningur.

Eiturtungur herma að það sé Herman sem misskilji. Ein kvennanna sem kærði er þýskumælandi og þegar kappinn gerðist ruddalega nærgöngull hrópaði hún:

Nein! Nein! Nein!!

Þetta misskildi Herman Cain og gæti lent í forsetaframboði fyrir vikið. 


mbl.is Frambjóðandi sakaður um áreitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það gengur á með afsögnum

Á Grikklandi er Papandreou hvattur til að segja af sér fyrir að hafa sagt orðið "atkvæðagreiðsla" upphátt þannig að Merkozy heyrði.

Á Ítalíu er Berlusconi hvattur til að segja af sér af því að Merkozy hló að honum í beinni. Líka af því að hann er ríkur og spilltur hórkarl. Strauss-Kahn sagði af sér af þeim sökum.

Ég legg til að Jóhanna tileinki sér þetta ESB-trend og segi af sér.

Ekki að hún sé sek um sömu afglöp og kollegarnir í suður-ESB, enda bæði siðprúð og heiðarleg og myndi aldrei hvetja til kosninga um skuldaklafa á þjóðina. Hún á ekki annað sameiginlegt með þeim skuldabræðrum en að hún veldur ekki embætti sínu.

Í leiðinni mætti hún fá Össur til að segja af sér. Og Steingrím. Og Árna Pál. Og ...


mbl.is Hvetja Berlusconi til að segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. nóvember 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband