Hvað eiga Jimi Hendrix og ESB sameiginlegt?

HendrixESB-ríkin hafa sótt um inngöngu í The 27 Club. Þar eru fyrir Jimi Hendrix, Janis Joplin, Kurt Cobain, Amy Winehouse og fleiri. Það sem ESB á sameiginlegt með félagsmönnum er að þau dóu öll þegar þau voru orðin 27.

Þrátt fyrir að hafa þegar jarðað lýðræðið er ekki víst að umsókn ESB verði samþykkt.

Tvennt dregur úr möguleikum. Annars vegar að ESB hefur ekki afrekað neitt nógu merkilegt. Hins vegar óvissan um hvort The 27 Club samþykki banvænar €-töflur sem alvöru dóp úr viðurkenndu eldhúsi.

Meðan beðið er niðurstöðu ræða menn útförina.


Bloggfærslur 15. nóvember 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband