Ástralskir háðfuglar fara á kostum

Háðfuglarnir Clarke og Dawe fara hér á kostum. Oft er háðið besta leiðin til að fjalla um alvarleg og flókin mál. Og eins og góðra grínista er háttur koma þeir með besta bitann í lokin.

Hér fjalla þeir um það sem kallað er Quantitative Easing á ensku og var þýtt sem "peningamagnsaukning" í plaggi frá AGS. Hljómar betur en "seðlaprentun" og hefur yfir sér fræðilegan blæ.

Þessi skets er allgjör snilld. Góða skemmtun!


Bloggfærslur 31. október 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband