Nauðsynlegt að afnema lýðræðið

Að breyta sáttmála er ekkert áhlaupaverk. Það tók hátt í áratug að finna krókaleiðir framhjá lýðræðinu til að tryggja gildistöku Lissabon sáttmálans.

Þá börðu júrókratar sér á brjóst: Þetta var sáttmáli allra sáttmála. Þar var séð við öllu. Svo fullkominn að með "self amendment" ákvæði var hægt að auka völdin í Brussel án þess að spyrja almenning. Engar lýðræðisflækjur.

laga_laga_lagaHinn fullkomni sáttmáli er ekki orðinn tveggja ára og þegar farið að brjóta hann, í nafni evrunnar. Nú vilja menn breyta honum, í nafni evrunnar. Sáttmálinn hafði rétt tekið gildi þegar evru-vandinn kom upp á yfirborðið og við þeim vanda eru engin ráð í óbreyttum sáttmála.

Herman Van Rompuy, sem enginn kaus, vill breyta. Til þess að falla ekki á tíma er nauðsynlegt að afnema þær litlu leifar sem eftir eru af lýðræði á stöku stað í Evrulandi.

Einhverjir ráðherrar lýstu sig strax mótfallna og írska stjórnarskráin gæti þvælst fyrir, eina ferðina enn. Á morgun er svo atkvæðagreiðsla í breska þinginu sem gæti bætt gráu ofan á svart.

Framtíð ESB er í óvissu. Tilvist evrunnar er ógnað.

En samt mun ekkert fá haggað ásetningi Össurar og samfylkingarkrata um að koma þjóðinni inn í Evrópusambandið. Ætli Guðbjartur félagi hans réttlæti það ekki og segi "það hefur ekkert breyst" eins og jafnan?


mbl.is Íhuga að breyta sáttmála ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. október 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband