Dauðarefsingar - alveg sjálfsagðar

Kínverjar fundu upp ýmsa hluti langt á undan öðrum þótt vitneskjan bærist ekki vestur um álfur. Meðal annars pappír og byssupúður. Þeir fundu líka upp pappír sem getur sprungið eins og púðurtunna í höndum óvita; peninga.

Elstu heimildir um pappírspeninga í Kína eru frá árinu 809. Snemma á 11. öld setti keisarinn peningaseðla í umferð, sem höfðu verðgildi "af því að keisarinn sagði það". Er það fyrsti fiat-gjaldmiðillinn sem vitað er um. 

Dauðarefsing lá við því að taka ekki við pappírsmiðum keisarans á dögum Kublai Kahn. Í þá daga þótti það sjálfsögð refsing. Ekkert þýddi að heimta hrísgrjón eða geit; seðill skyldi það vera.


Þ
úsund árum síðar eru fiat-gjaldmiðlar notaðir víða í henni veröld. Traustið er þó æði misjafnt og á einum þeirra er það nánast horfið, sama hvað "keisarinn" segir.

Nú er reynt að gera nothæfan gjaldmiðil úr evrunni, helst án þess að taka upp dauðarefsingu. Til að það megi takast þurfa ríkin í Evrulandi að gjalda það dýru verði; láta af hendi fullveldi sitt í efnahagsmálum og fjárlagagerð.

Almenningur mun aldrei samþykkja það.

En strákarnir í Brussel kunna öruggt ráð við því - þeir einfaldlega spyrja ekki kjósendur. Þeir hafa þegar bannað sannleikann, sem er hæfilega brusselskt fyrsta skref.


Bloggfærslur 21. október 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband