19.10.2011 | 22:24
Sjálfur „faðir ESB“ varar við evrunni!
Hann er kallaður faðir Evrópusambandsins og ekki að ástæðulausu. Jacques Delors var forseti framkvæmdastjórnarinnar 1985-1995. Í hans valdatíð var Maastricht samningurinn saminn; EBE lagt niður og ESB stofnað, innri markaðurinn varð til, fjórfrelsið, Schengen undirritaður og tólf-stjörnu fáninn tekinn upp, svo sumt af því helst sé nefnt. Og svo auðvitað evran.
Delores varð fyrsti forseti framkvæmdastjórnar ESB, þegar það kom í stað gamla Efnahagsbandalagsins í nóvember 1993. Enginn hefur efast um stuðning Delors við Evrópuverkefnið", en nú er hann sjálfur farinn að efast. Svo mjög að hann gefur stjórnendum ESB falleinkunn, segir þá skorta bæði ráð og framtak. Þeir ráða ekki við verkefnið. Hann vill bjarga ríkjum undan evrunni og segir Evruland standa á hengiflugi.
Frelsum ríki undan evrunni
Delores vill að samningum sé breytt þannig að ríki geti komist út úr myntsamstarfinu, losað sig við evruna og tekið aftur upp alvöru gjaldmiðil. Grikkir setja hugmyndir Delors í dramatískan búning, að þær gangi út á að reka ríki úr evrunni. Hugmyndir föður ESB eru um leið aðvörun til annarra jaðarríkja um að vaða ekki út í evrusvaðið.
Íslenskir kratar í eigin heimi
Á meðan halda íslenskir kratar áfram að telja sjálfum sér trú um dásemdir Sambandsríkisins ESB, eins og þeir séu ekki í neinu sambandi við umheiminn og veruleikann. Árni Páll lætur ekkert tækifæri ónotað til að tala niður krónuna og dásama evruna, sem nú ógnar efnahagslífi alls heimsins. Ótrúlegt!
![]() |
Ræðir framtíð fjármálakerfisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.10.2011 | 12:52
Hver þarf nú að sparka í köttinn?
Það eru ekki nema fimm dagar síðan snúið var upp á handlegginn á einum af smælingjunum og honum sagt að haga sér. Þá var enginn annar kostur í boði en að taka kúguninni sem hverju öðru hundsbiti og fara svo heim og sparka í köttinn.
tefan Füle gæti útskýrt það viðmót sem smáríkin í Evrópusambandinu mæta. T.d. hvernig Slóvakía var neydd til að ábyrgjast hluta af 440 milljarða "björgunarsjóði" evrunnar.
Nú plottar Merkozy um að stækka sjóðinn. Reuters endursagði frétt The Guardian um 2.000 milljarða, en kom svo með leiðréttingu: Málið er flókið og sjóðurinn fer "ekki nema" í 1.500 milljarða.
Í dag hafa bæði FT Deutshland og Spiegel Online fjallað um málið, beint úr miðri hringiðu Evrulands. Vandinn verður ræddur á 37. neyðarfundinum um evruna á laugardaginn. Reynist þetta rétt þurfa fleiri en Slóvakar að bölva í hljóði og sparka í köttinn.
Hvers vegna björgunarsjóð? Væri ekki nær að stofna förgunarsjóð, sem gæti hjálpað jaðarríkjunum að losna undan evrunni í þokkalegri sátt?
![]() |
Stækkunarstjóri ESB á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |